Vorið - 01.03.1948, Síða 9

Vorið - 01.03.1948, Síða 9
V O R I Ð 5 Sá er vinur, sem í raun reynist I. Þetta er saga um þjóf. Þjófurinn liét Hinrik og fæddist í fátæklegum kofa víð veginn, þar sem hann liggur til þorpsins. Hann stal sykri frá móður sinni og hveitibrauði frá ömmu sinni, senr orðin var gömul og þoldi ekki að borða rúgbrauð. Svo hafði hann stolið vasahníf frá öðrum dreng í skólanum. Það komst upp og hann varð að skila hnífnum aftur. Og nú var svo kom- ið, að enginn drengur í skólanum treysti honum, og móðir hans og amma grétu oft hans vegna. Svo var lionum komið fyrir í vist. Það var langt frá heimili hans, því að móðir hans hafði ckki þorað áð bjóða neinum af nágrönnum sínum að taka hann, hún hélt að öllum í sókninni væri kunnugt um bresti hans, og óttaðist þcss vegna, að eng- inn vildi hafa hann. ará og Lundarbrekka, og á báðurn þeim bæjum fengum við prýðilegar viðtökur. Það áttum við líka skilið, a. m. k. Egill, sem rogaðist með þungan póst til sveitunganna. Á miðvikudag komumst við lieim til okkar, að Víðikeri. Og lýkur nú þessum ófullkomna þætti. Hinrik tók þessari vistráðningu létt í fyrstunni. En þegar sá dagur kom, er hann skyldi fara að heiman, spurði hann móður sína, hvort hann myndi þurfa að sofa einn. Hann var sem sé ákaflega myrkfælinn. Það kom meðal annars til af því, að hann hafði ekki góða samvizku. Og þegar hann hafði stolið hnífnum, liafði liann ekki haft nokkra ánægju af honum. Hann varð alltaf að fela hann fyrir hinurn drengjunum og gæta Jress, að hafa hann alltaf niðri á botni í vasanum. Þegar hann tók snærisspotta upp úr vasanum, varð liann að gæta þess, að hnífurinn kæmi ekki með. Og þegar hann stóð á höfði, var hann alltaf hræddur um, að linífurinn myndi detta úr vasanum. Hann var alltaf sílnæddur um, að þetta myndi komast upp. Augu hans urðu hrædd og flóttaleg. Og honum fannst alltaf einhver vera að veita sér athygli. Svo fór hann að verða hræddur á næturnar. Það er bezt að bæta því einnig við, að amrna lians liafði líka sagt honurn heldur mikið af draugasög- um, þegar hann var lítill, og hann hafði hlustað á þær, þangað til svit- inn rann niður bakið á honum. Það fyrsta, sem hann spurði um viðvíkj- andi nýju vistinni var því það, hvort hann þyrfti að sofa einri.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.