Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 15

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 15
VO RIÐ 11 stúlku, sem var næst fyrir aftan okkur í röðinni. Hún bað okkur að liafa hana í klefa lijá okkur, og gæta þess, að hún hallaði sér ekki út um lestargluggann og hjálpa henni til að komast í rétta lest í Stokkhólmi, því að hún væri að fara norður í Ljusdal í Svíþjóð. Stúlkan hét Gréta, en það var frænka henn- ar, sem bað okkur fyrir hana. Um hálsinn á lienni var bundið merki- spjald með nafni hennar og heim- ilisfangi þess staðar, sem hún ætlaði til. Eg lield að Gréta hafi ekki ver- ið neitt upp með sér af þessu spjaldi og geymdi hún það undir kjólnum. Þannig vildi það til, að ég kynnt- ist Grétu. Hún var með okkur í klefa á leiðinni. Hún sagði okkur, að hún væri að finna sænskt fólk, sem hefði sent sér ýmislegt á stríðs- árunum, og nú færi hún að finna þetta vinafólk sitt á hverju sumri. Þannig hafa ýmis sambönd mynd- ast á stríðsárunum, sem haldast einnig síðan friður komst á. Gréta á heima við Oslófjörðinn ekki mjög íangt frá Osló. Ferðin gekk ágætlega til Stokk- hólms um nóttina, og sváfum við talsvert í klefanum. En mikið var Gréta undrandi, er við sögðum henni að við værum íslendingar. Bæði bún og frænka hennar héldu, að við værum Svíar. íslending lief- ur hún víst aldrei áður séð. í Stokkhólmi var okkar fyrsta verk að fylgja Grétu litlu í lestina, sem hún átti að fara með til Ljus- dal. Vorum við svo heppin, að í klefanum, sem við fórum með hana inn í, voru hjón að fara til Ljusdal og báðurn við þau fyrir hana. Ég hef fengið bréf frá Grétu, og skal nú lofa ykkur að heyra nokkrar línur úr því: „Beztu þakkir fyrir kortið, sem var fjórtán daga á leiðinni hingað. Eg geng nú í skóla á hverjum degi og hef mikið að læra. Eg sendi þér litla mynd af mér, en sendi aðra Gréta 8 ára. stærri síðar. Á myndinni er ég að- eins átta ára, en nú er ég tólf ára. Svo sendi ég þér nokkrar myndir frá Osló. Ferðin gekk ágætlega frá Stokkhólmi til Ljusdal og ég fór ekki heim fyrr en eftir þrjár vik- ur-------“. Þetta var kafli úr bréfinu. — Læt ég nú þetta nægja um Kára og Grétu að þessu sinni. =ý —

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.