Vorið - 01.03.1948, Síða 18
VO RIÐ
14
þegar ég kem úr skólanum. Og
svo verð ég fyrir því happi, að
frændi gefur mér peninga ein-
mitt núna.
ULLA: En þú manst, hvað frændi
sagði áðan, að við ættum að verja
þessurn peningum vel. Heldurðu
að það sé skynsamlegt að kasta
peningum út fyrir munnhörpu?
SVEINN: Ég lield nú, að frændi
liafi átt við það, að við ættum að
nota peningana til að kaupa okk-
ur eitthvað, sem við hefðum gam-
an af. Ég sá það á honum, að hann
átti við þetta. En hvað ætlar þú
að kaupa?
ULLA: Ég ætla að leggja mína pen-
inga inn í bankann.
SVEINN. Nei, ég trúi því ekki, að
þú gerir það. Þú átt líka að kaupa
þér eitthvað skemmtilegt, eitt-
hvað, sem þig langar til að eiga.
ULLA: Jæja, þér finnst það? Ég
veit reyndar, hvað mig langar til
að eignast. Mig langar voða
mikið til að eignast fallegan
bolta. Gamli boltinn minn er orð-
inn svo linur, að það er varla hægt
að leika sér með hann.
SVEINN: Þú átt auðvitað að kaupa
boltann, á því er enginn vafi, fyrst
þig langar til að eiga hann.
ULLA: Já, en ég held nú að þetta
verði talin óþarfa eyðslusemi.
Kennslukonan segir alltaf, að við
eigum að vera sparsöm.
SVEINN: Spara, spara! Þá eignast
maður aldrei neitt, sem gaman er
að eiga.
ULLA: Ertu alveg ákveðinn í því
að kaupa munnhörpuna?
SVEINN: Já, alveg kaldur og ákveð-
inn. Ég kaupi hana nú, þegar ég
fer heim.
ULLA: Þá, — Þá ætla ég líka að
kaupa boltann. Þei — þei. Það er
einhver að koma. ('Blindur maður
kemur inn. Hann hefur band um
handlegginn, þreifar sig áfrarn
með stafnum sínum og sezt síðan
á bekkinn).
BLINDI MAÐURINN: Viljið þið
kaupa kvæði blinda mannsins?
Verið þið nú góð og kaupið þið
kvæði blinda mannsins. Kaupið
kvæði blinda mannsins.
ULLA: (við Svein) Hver er þetta
eiginlega? Hvað merkir þetta
band, sem hann hefur um hand-
legginn?
SVEINN: Svona bindi gult, með
svörtum blettum, hafa allir blind-
ir menn, svo að ökumenn varist
að aka á þá á götunum. Hann er
blindur.
ULLA: Sér hann alls ekkert?
SVEINN: Nei, hann er alveg stein-
blindur.
ULLA: Ósköp á maðurinn bágt að
sjá ekkert. Það er eins og hann
gangi alltaf í þreifandi myrkri.
SVEINN: Já, það hlýtur að vera
voðalegt.
ULLA: Þá getur hann heldur ekk-