Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 19

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 19
V O R I Ð 15 ert unnið. En hvað var hann að segja? SVEINN: Hann var að biðja okkur að kaupa a£ sér kvæði blinda mannsins. Það er víst þessi litla bók, sem hann heldur á. ULLA: Nei, sjáðu, hvað hann er illa klæddur! Hann er kannski svangur líka. Ó, það er hræðilegt að vera blindur. Ég kenni svo í brjósti um hann. Heyrðu, Sveinn, fáðu mér fimmkrónurn- ar, ég ætla að fá þeim skipt þarna í farmiðasölunni. SVEINN: Til hvers ætlar þú að gera það? Ætlar þú að kaupa af hon- um kvæðin? ULLA: Ég ætla að gefa lionum alla peninga mína. Mig langar ekkert til að eiga boltann núna. Gamli boltinn dugar mér. Ég ætla að gefa honum minn hlut. SVEINN: Ætlar þú að gefa honum alla peningana? ULLA: Ég get ekki farið að kaupa mér leikföng, þegar ég hugsa um, hvað þessi vesalings maður á bágt. Fáðu mér nú seðilinn, svo að ég geti fengið honum skipt. SVEINN: Bíddu svolítið. Þér er þó ekki alvara með að gefa alla pen- ingana þína, þú munt áreiðanlega sjá eftir því. ULLA: Nei, nei, ég mun aldrei sjá eftir því. BLINDI MAÐURINN: Verið þið nú góð og kaupið kvæði blinda mannsins. ULLA: Nú ætla ég að skipta seðlin- um, eða ætlar þú að gera það? SVEINN ("horfir litla stund á blinda manninn). Bíddu svolítið.... ég held. . . . ég held, að ég Iáti hann liafa mína peninga líka ffær henni seðilinn). Gefðu honum seðilinn. ULLA: En hvernig fer þá með munnhörpuna, sem þig langar svo mikið til að eiga. Getur þú gefið honum þína peninga? SVEINN: Gamla munnharpan mín hefur dugað mér hingað til, og hún er nú ekki svo slæm. Gefðu lionum alla peningana. ULLA (gengur hikandi til blinda mannsins og stingur seðlinum í lófa hans): Þú átt að eiga þetta, blindi maður. BLINDI MAÐURINN (finnur til seðilsins í lófa sínum): Kærar Jrakkir. . . . seðill. . .. seðilll Guð blessi þig, barnið mitt. Innilegar Jrakkir, litla vina. ULLA ('gengur aftur til Sveins): Nú er þetta búið. En nú er lestin hans frænda farin.... Sástu, hvað blindi maðurinn varð glað- ur? SVEINN: Já, hann varð áreiðan- lega glaður. Hann trúði því ekki í fyrstu, að þetta væri seðill. Já, nú skulum við halda heim. ULLA: Sér þú nú ekki eftir þessu? Ertu ekki leiður yfir hvernig þetta fór? SVEINN: Leiður! Þú spyr eins og

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.