Vorið - 01.03.1948, Síða 23

Vorið - 01.03.1948, Síða 23
V O R I Ð 19 fyrir stórvöxnu tré, sem teygði greinarnar út yfir fenið. Hún greip í þær, og náði sér upp úr. Nú stóð hún á sléttu, grænu engi. Hún var þreytt, en hún vissi að hún mátti alls ekki nema staðar. Hún leit á blómið, til þess að sjá, hvort það væri nú ekki alveg visn- að, en nú var það nærri út- sprungið, henni til mikillar gleði. í gleði sinni þrýsti hún blóminu að hjarta sér, og þá hvarf þreytan. Hún gekk nú rösklega. Þá kom heill hópur af ungu fólki á móti henni. Það dansaði og söng og spil- aði á flautu, og svo hrópuðu stúlk- urnar: Halló, þú j:>arna, vertu með. En hún hristi höfuðið. Þá komu þær og gripu í hendur hennar og reyndu að draga hana með sér, en hún gat losnað úr greip- um þeirra og hraðaði sér brott. Þá mætti henni gamall maður, strangur á svip og sagði: Þú ert með hvíta blómið þitt sé ég er, en þú færð ekki að hafa það framvegis, nema þú leysir þraut af höndum. Gaktu áfram. Lilja sá stórt bál hefjast upp af jörðinni fram undan sér. Hún hélt þétt að sér fötunum, lokaði augunum og óð bálið, eins hratt og hún gat. Hana logsveið í allan líkamann. En yfir komst hún, án þess að skað- brenna sig. Og þegar hún leit á blómið, sá hún það standa í fullum skrúða, ilmandi og dýrðlegt. Aftur dimmdi. Hún heyrði foss- dunur öðrum megin við sig, en hin- um megin sá hún þverhnýpt berg. Nú ljómaði svo af blóminu hvíta, að stúlkan gi'illti einstigi, sem lá milli fossins og hamranna. Hún fór eftir þessu einstigi, og var allt í einu stödd í fögrum skrúðgarði. — Þar kom dísin fagra á móti henni, faðmaði hana að sér og bauð hana velkomna. Hún var nú glaðari og hamingjusamari en orð fá lýst. — Fjöldi fólks var þarna saman kom- inn. En allir báru hvítt blóm í hár- inu. Og dísin, sem nú birtist eins og engill, festi blómið í hár Lilju og sagði: Vina mín, blómið þitt heitir barnatrú. Nú þarftu ekki að óttast framar, að þú týnir því. Þú hefur barizt og sigrað. Nú ertu í ríki guðs, sem það gefur öllum, sem vernda það. Á. N. Kennarinn: — ÞaS varst þá ekki þú, Haraldur, sem slóst Knút á nefið, svo að hann fékk blóðnasir? Haraldur, æstur og utan við sig eftir áflogin: — Nei, það var ekki ég. Knútur: — Nú segir þú ekki satt, Haraldur. Haraldur: — Ef þú ekki heldur þér saman, þá slæ ég þig aftur! Kennarinn: — Hvernig er „ég sit“ í þátíð? Þóra: — Ég stóð.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.