Vorið - 01.03.1948, Side 24

Vorið - 01.03.1948, Side 24
20 V O R I Ð JOHS. KRISTIANSEN: RUGLAÐI-JENS á Elliheimiiinu Gamli, Ruglaði-Jens frá Elli- heimilinu kom einn gráan desem- berdag haltrandi gegn um þorpið með lurkinn sinn. Hann var ekki fagur ásýndum. Yngri börnin voru hrædd við afskræmda andlitið, en þau eldri kímdu að honum, þegar liann haltraði um. Og svo var hann eitthvað „undarlegur". Hann svar- aði stundum í austur, þó að spurt væri í vestri. Það var þess vegna, að hann var kallaður Ruglaði-Jens. Þar við bættist, að hann raulaði allt- af sömu vísuna við lag, sem hann liafði búið til sjálfur. Og þar að auki var ekki hægt að finna neina hugsun út úr vísunni. Einnig í dag raulaði hann þessa einkennilegu vísu á leið sinni gegn um þorpið. „Sko, sorgarheim í sárum, sko, sorgarheim í nauð, og eldsins leifturloga. — Er litla stúlkan dauð? Við staf ég áfram staulast, en stæltur áður var. Ó, eldar æstir brenna og öllu breyta þar“. Hann hafði víst sjálfur búið til vísuna. Uppi við skólann var einmitt kennsluhlé, þegar Ruglaði-Jens náði þangað á hinni erfiðu göngu sinni. Við hliðið á leikvellinum stóðu nokkrir drengir og sáu til hans. Meðal þeirra var Jens frá Bjarnar- stöðum, sem var kallaður Litli-Jens vegna þess, hvað hann var smávax- inn. Ruglaði-Jens forðaðist dreng- ina, af því að þeir gerðu skop að honum. Litli-Jens var þó undan- tekning í þessu efni, frá þeim degi, að hann hafði hjálpað gamla mann- inum heim, þegar hann fann Rugl- aða-Jens veikan út á Suðurheiði. Frá þeirri stundu snerist öll ást lians um Litla-Jens, og hann gat eklci gengið fram hjá honum, án þess að sýna honum það á einhvern liátt. Litli-Jens naut þess á ýmsan hátt. Hann hafði þegið af honum ýmsar gjafir, indæl epli og perur og fleira þess háttar. En upp á síðkast- ið voru stóru drengirnir farnir að stríða honum á því, að hann væri einkavinur Ruglaða-Jens, en hann þoldi illa stríðnina. Það var nóg að verða að þola það, að vera kallaður Litli-Jens. En ætti svo líka að stríða honum á vináttunni við

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.