Vorið - 01.03.1948, Side 27

Vorið - 01.03.1948, Side 27
VO RIÐ 23 aðeins verið góður við hann. Ó, hvernig gat hann hagað sér svo and- styggilega. En hinum drengjunum leið held- ur ekki vel. Sumir voru þögulir, aðrir töluðu saman. Þeir höfðu þó ekki gjört neitt. Þeir höfðu ekki verið með í því. Eigi að síður höfðu margir þeirra það á meðvitundinni að hafa tekið þátt í einhverju röngu. Lars var fölur og sat og fitlaði við hnappana á jakkanum sínum. Hin- rik reyndi að bera sig mannalega. Hann varpaði fram nokkrum gróf- um gamanyrðum. F.n enginn tók eftir þeim. Strax og Thomsen kennari kom inn úr dyrunum varð þögn. Hann staðnæmdist við kennaraborðið, lét eplin á það og stóð ofurlitla stund þögull og leit yfir drengjahópinn. Svo sagði hann: „Þeir, sem voru uieð í þessu, eiga að standa upp.“ Litli-Jens stóð strax á fætur. Hann grét enn þá. Lars var á báð- um áttum. En svo sá hann að Hin- rik sat kyrr. Hann lyfti sér aðeins upp, en svo settist hann aftur. En nú leit Thomsen kennari strangt á hann. ,,Er Jens aðeins einn sekur?" spurði hann. Þá gat Lars ekki setið lengur, en sagði, í því að hann reis upp: ,,Hin- rik var einnig með!“ „Éo- hef ekki barið Ruglaða-Jens“, sagði Hinrik hikandi. „Eru það nú drengir!“ sagði Thomsen kennari strangt. „Heyrð- uð þið ekki, að ég sagði, að Jreir, sem hefðu verið með í þessu, ættu að standa upp. Og svo sýnið þið óhlýðni!" Nú varð Hinrik líka að standa upp. Svo kom smám saman skýringin á hinum örlagaríka aðdraganda. Hinrik og Lars urðu að játa, að þeir hefðu strítt Litla-Jens og hindrað hann í að fara burtu. Á eftir var hljótt svolitla stund, þar til Thomsen kennari sagði: „Þið voruð heppnir, að ekki varð meira að Jens frá Elliheimilinu. — Hinrik og Lars hafa viljað skopast að gömlum manni, af því að hann er ekki heilbrigður, manni, sem þarfnast góðvildar okkar. Skiljið þið hve ódrengilegt Jrað er? Ég get ekki afsakað það, hvernig þú, Jens, hefur komið fram við hann. Þú verður að læra að stjórna skapi þínu! En Jrið tveir,“ og nú sneri Thomsen kennari sér að Lars og Hinrik, „þið berið aðalábyrgðina á því, sem fyrir hefur komið. Þess vegna krefst ég þess af ykkur, að Jrið biðjið félaga ykkar fyrirgefningar fyrir hina ljótu framkomu ykkar gagnvart honum. Þið voruð ekki aðeins ódrengilegir við hann, en J^egar J:>ið áttuð að standa við það, sem Jrið höfðuð gjört, þá voruð þið svo huglausir, að jrið ætluðuð að laumast burtu og láta hann bera

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.