Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 28

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 28
24 VORIÐ einan ábyrgðina. Þetta verðið þið að biðja hann að fyrirgefa ykkur, og þið verðið að þola ykkar hegn- ingu, þið verðið að sætta ykkur við, fyrst um sinn, að fá ekki frjálsræði til að ganga um í matarhléinu, þar til að þið hafið sýnt það, að hægt er að treysta ykkur.“ Hinrik og Lars urðu að gjöra eins og Thomsen kennari hafði sagt. Niðurlútur tók Jens í hönd þeirra, er þeir báðu hann fyrirgefn- ingar. ,,Og svo er þessu máli lokið hér í skólanum," sagði Thomsen kenn- ari. „Það má ekkert koma fyrir milli ykkar af þessari ástæðu. Mun- ið það! Enginn má bera kala til neins annars þess vegna. En þú, Jens, þarft að tala við Jens á Elli- heimilinu." Litli-Jens játaði því. Hann horfði á eplin á kennaraborðinu. Hann sá fyrir sér hina framréttu hönd gamla mannsins og heyrði rödd hans, þegar liann lá á veginum: „Litli-Jens, Litli-Jens!“ Og það var svo sárt.----- Thomsen kennari færði honum eplin og skömmu síðar var kennsl- an byrjuð. En hugur Litla-Jens var ekki við námið. Hann sat og hugsaði með hryggð um það, hvernig hann hafði breytt við Ruglaða-Jens. Þegar hann fór heim síðar um daginn, hafði hann bréf meðferðis til föður síns frá Thomsen kennara. Hryggur í huga kom hann heim og hér verður ekki rætt um þá hegn- ingu, sem faðir hans lagði á hann, því að hann varð mjög reiður. En hér verður skýrt frá því, sem henti um kvöldið, þegar Litli-Jens var háttaður. Þá kom móðir hans inn til hans, og þá fyrst var eins og létt væri af honum þungri byrði. Og þegar þau höfðu skilið hvort annað, sagði móðirin: „Nú ætla ég að segja þér sögu, og hún hefur þann kost, að hún er sönn. Fyrir mörgum árurn stóð lítið hús hér úti í Suðurheiði, en þar bjuggu ung, fátæk hjón. Þau urðu að vinna hjá öðrum til að afla sér viðurværis. En þeim þótti vænt hvoru um annað og voru dugleg til vinnu, svo að þau voru eftirsótt. — Þegar þau höfðu verið gift í nokkur ár, eignuðust þau litla stúlku, og þá fannst þeim hamingjan brosa við sér. En nú átti konan erfiðara með að vinna utan heimilisins, þar sem hún þurfti að gæta litlu stúlkunnar sinnar. Nokkurn spöl þaðan, sem þau bjuggu, lá bærinn Egerup, sem þú þekkir, því að hann er til enn þá. Þarna fékk unga konan stundum eitthvað að gera, og það þótti henni þægilegt, af því að það var svo stutt í burtu. Hjónin á Egerup áttu aðeins einn son. En þau höfðu mikla ánægju af

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.