Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 31

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 31
VORIÐ 27 þín fara að dökkna og missa mátt- inn ,springa blómin mín út. Þá verð ég rauð, fagurrauð endanna á milli, fegurri en nokkuð annað, sem þú hefur séð.“ „Gortaril“ sagði skógurinn, og svo töluðu þau ekki meira saman. Næsta ár hafði heiðin fært sig nær og lagt undir sig stórt svæði af hæð- unum utan við skóginn. Þetta sá skógurinn vel, en sagði þó ekkert. Honum fannst það ekki virðingu sinni samboðið að tala við slíkan flæking. En í raun og veru var hann þó dálítið hræddur. Hann lét þó sem ekkert væri og klæddi sig í sinn viðhafnarskrúða. En með hverju ári sem leið, kom heiðin nær og nær. Nú hafði hún hulið allar hæðirnar og var komin fast að girðingu skógarins. „Hypjaðu þig burtu,“ skipaði skógurinn. „Ég þoli ekki að sjá þig. Snertu ekki við girðingunni minni.“ „Ég fer yfir girðinguna," svaraði heiðin. „Ég fer inn í þig, ét þig upp, eyði þér.“ Þá hló skógurinn svo hátt, að öll blöðin hans skulfu. „Jæja, svo að þú hefur það í huga,“ sagði hann. „Bara að þér tak- ist það nú. Ég er hræddur um, að ég verði heldur stór munnbiti fyrir þig. Þú heldur ef til vill, að ég sé einhver engjaskiki eða akurblettur, sem hægt sé að labba yfir á lítilli stund. En það skaltu vita, að eng- inn er voldugri eða sterkari hér í sveit en ég. Og nú skal ég syngja nokkrar vísur fyrir þig, og verður þú þá vonandi eitthvað fróðari eft- ir en áður.“ Svo fór skógurinn að syngja. Allir fuglarnir tóku undir, og blómin lyftu krónum sínum og sungu með. Refurinn hætti í miðju kafi að borða feita hænu, sem hann hafði náð í. En vindurinn þaut í milli trjástofnanna og samdi lag við vísur skógarins. „Hvað segir þú nú?“ spurði skóg- urinn. Heiðin sagði ekkert, en næsta ár fór hún yfir girðinguna. „Ertu vitlaus?" spurði skógurinn. „Ég fyrirbýð þér að fara yfir girð- inguna." „Þú ert ekki húsbóndi minn,“ svaraði heiðin. „Ég geri eins og ég hef sagt.“ Þá kallaði skógurinn á rauða ref- inn og hristi greinar sínar svo mik- ið, að aldin hans hrundu niður og festust í loðna feldinum refsins. „Hlauptu út á heiðina, refur litli, og komdu þessum aldinum þar fyr- ir,“ sagði skógurinn. „Það skal verða gert,“ sagði refur- inn og skokkaði af stað. Hið sama gerði hérinn, hjörtur- inn og músin. Og krákan hjálpaði einnig til, vegna gamallar vináttu. Vindurinn lagði þarna einnig hönd að verki og hristi greinarnar svo harkalega, að aldinin fuku langar leiðir út yfir heiðina.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.