Vorið - 01.03.1948, Page 32

Vorið - 01.03.1948, Page 32
28 V O R I Ð „Sjáum nú til," sagði skógurinn. „'Nú skulum við sjá, hvað skeður.“ „Já, við skulum sjá, hvernig fer,“ sagði heiðin. Tíminn leið og skógurinn grænkaði og fölnaði á víxl. Heiðiir teygði sig sífellt lengra og lengra, en ekki töluðu þau saman. Svo bar það við einn fagran vordag, að agnarlitl- ai, nýfæddar beyki- og eikarplöntur gægðust upp úr lynginu. „Hvað segir þú nú?“ spurði skóg- urinn með valdsmannssvip. „Ár eft- ir ár skulu trén mín vaxa, þangað til þau eru orðin stór og sterk. Þá munu þau byrgja þig inni með krónum sínum, sólin mun ekki fá að skína á þig, regnið fær ekki að falla á þig. Þú muirt verða dæmd til að deyja vegna hroka þíns og stæri- lætis." En heiðin hristi svarta hrísið sitt alvarleg á svip og rnælti: „Þú þekkir mig ekki. Ég er sterkari en þú held- ur. Aldrei munu tré þín grænka í nábýli við mig. Ég hef bundið jörð- ina undir fótum mínurn með viðj- um, sem eru sterkari en járn, svo að þínar rætur vinna þar ekki á. Bíddu þar til að ári. Þá munu þessir litlu angar verða dauðir, sem þú ert svo hreykinn yfir.“ Á næsta ári fór allt eins og heiðin liafði spáð. Allar litlu beyki- og eik- arplönturnar dóu nema ein. Og nú runnu upp slæmir tímar fyrir skóg- inn. Heiðin lagði stöðugt undir sig meira og meira land, og alls staðar kom nú lyng — í staðinn fyrir fjólur og animónur. Engin ung tré uxu þarna upp. Runnarnir visnuðu. Görnlu trén voru einnig farin að visna í toppinn. Ogæfan var að dynja yfir. „Það er ekkert skemmtilegt hérna í skóginum lengur," sagði næturgal- inn. „Ég held að ég verði að velja mér einhvern annan stað fyrir hreiður mitt.“ „Það eru bara engin tré að verða hér eftir til að búa í,“ sagði krákan. „Jörðin er að verða eitthvað svo hörð, að hér er ómögulegt að grafa sér greni,“ sagði refurinn. Skógurinn var í standandi vand- ræðum. Beykið teygði greinar sínar til himins í bæn um hjálp, en grein- ar cikarinnar skulfu af örvæntingu. „Syngdu sönginn þinn einu sinni enn,“ sagði heiðin. „Ég hef gleymt honum," mælti skógurinn sorgbitinn. „Blómin fölna og fuglarnir rnínir fljúga burt.“ „Þá skal ég syngja,“ mælti heiðin, og svo söng hún um sigurför sína yfir ríki skógarins. Það var gleði- söngur urn bjarta og fagra daga. Árin liðu og stöðugt 'leit ver og ver út fyrir skóginum. Heiðin lagði undir sig rneira og meira af landi hans, þar til hún liafði komizt yfir allar lendur hans. Stóru trén visn- uðu og féllu til jarðar fyrir átökum vindsins. Þar lögðust þau fyrir og

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.