Vorið - 01.03.1948, Síða 34
30
V O RIÐ
Sögurnar hennar mömmu
í fyrra kom út barnabókin: „Sög-
urnar hans pabba“, eftir Hannes J.
Magnússon, skólastjóra. Bók þessi
náði miklum vinsældum og það að
verðleikum. Nú hefur kornið út
önnur bók eftir sama höfund „Sög-
urnar hennar mömmu". í iienni er
sagt frá sömu börnunum og í fyrri
bókinni, aðeins gerist hún ári síðar.
sagður í léttum ævintýrastíl, sem
hverju barni er auðskilinn. Eða
skyldi nokkurt barn, sem lesið hef-
ur rjúpusöguna, hafa löngun til að
drepa saklausa fugla? Ég held varla.
Eða skyldi saga sólskríkjunnar ekki
verða mörgu barni minnisstæð?
Sagan af gömlu förukonunni er vel
gerð. Hún er vel ti) þess fallin að
En nú er sú breyting orðin á, að
pabbi barnanna er farinn til út-
landa, og þá verður mamma að taka
við því hlutverki hans, að segja
börnunum sögur, og af því stafar
nafn bókarinnar.
í bókinni eru 10 sögur og ævin-
týri og fylgir mynd hverri sögu. —
Rauði þráður bókarinnar er bjart-
ur og hlýr, siðrænn boðskapur,
vekja samúð barna með olnboga-
börnum þjóðfélagsins. Þá er dæmi-
sagan um þá Hrólf og Snjólf, sem
lýsir tveimur ólíkum manngerðum.
Ekki er ég í nokkrum vafa um hvor-
um þeirra bræðranna börnin vilja
heldur líkjast að loknum lestri. Þau
munu heldur vilja líkjast Snjólfi,
sem sýndi öllum hjálpsemi, bæði
mcinnum og málleysingjum, og