Vorið - 01.03.1948, Síða 37
V O RIÐ
33
KARTAFLAN
Fullum kartöíluvagni var ekið
eitir þjóðveginum. Þær hoppuðu
og dönsuðu liver ofan á annarri, og
loks valt ein kartafla út úr vagnin-
um og niður á þjóðveginn.
Litlu síðar komu menn gangandi
eftir veginum, sem spörkuðu til
hennar, svo að hýðið flagnaði af
henni. Skömmu síðar kom fátækur
verkamaður gangandi eftir vegin-
um. Hann tók kartöfluna upp, bar
hana heim og setti liana niður í
garðinn sinn, því að þetta var að
vori til. Og kartaflan spíraði í
moldinni, enda liirti fátæki maður-
inn vel um hana. Hann hafði
ánægju af að vita, hvað út af þessari
fundnu kartöflu gæti vaxið. Hann
sá kartöflugrasið hækka og þrosk-
ast, en niðri í jörðinni voru að vaxa
nýjar og fallegar kartöflur. Um
liaustið tók hann kartöfluna upp.
Tíu nýjar og faUegar kartöflur
Fomu upp úr moldinni, sem verka-
niaðurinn geymdi svo til næsta
vors. Þá setti hann þær niður og nú
áttihann svolítið kartöflubeð.
Myiulin af Gunnari á Hlíðarenda er eft •
lr Halldór Pétursson listmálara, og e
úr bókinni FAXI eftir dr. Brodda Jó-
hannesson, sem bókaútgáfan NORÐRI
gaf út.
Árin liðu. Á hverju vori setti
hann kartöflurnar niður í garðinn
sinn, og allar voru þær komnar út
af fundnu kartöflunni, og nú átti
hann dálítinn, snotran kartöflu-
garð. Nú var liann farinn að selja
kartöflur í skeffutali, já, meira að
segja í tunnutali. Hann seldi þeim,
sem hafði týnt kartöflunni og einn-
ig þeim, sem hafði sparkað í hana,
þegar hún lá á þjóðveginum forð-
um. Þetta gaf tekjur í aðra hönd,
gljáandi peninga. Nú gat hann
keypt sér dálítinn landskika í við-
bót, sem lá að garði hans. Hann
girti nú allt land sitt og nú átti
hann heilan kartöfluakur. Þar sást
nú beð við beð og röð við röð. Þetta
var blómlegur akur.
En nágrannarnir sögðu: „Þetta er
ötull og duglegur maður.“ En þeir
vissi ekki, að ein einasta kartafla var
undirstaða þessarar velmegunar
mannsins.
Næsta ár seldi hann aftur kartöfl-
ur, og nú heil vagnhlöss í einu.
Skip lá á höfninni, og þangað var
nú kartöflunum ekið. Og þegar
hann sneri heimleiðis aftur, hafði
hann fulla vasa af beinhörðum
peningum. Hann var nú orðinn
efnaður maður. Á heimleiðinni sá