Vorið - 01.03.1948, Page 38
34
V O R I Ð
hann eina kartöflu liggja í hjólfar-
inu á þjóðveginum. Hún hafði sjálf-
sagt dottið af einhverjum vagnin-
um hans, sem flutt hafði kartöflur
til skips.
En nú var liann orðinn annar
maður en fyrir nokkrum árum, þeg-
ar hann sein fátækur verkamaður
hirti kartöfluna upp af þjóðvegin-
um. Hvers virði var nú ein vesæl
kartafla fyrir hann, sem átti nú
mörg vagnhlöss af kartöflum? Þess
vegna sparkaði hann nú í hana, svo
að hún valt eftir veginum.
Um kvöldið bauð hann nokkrum
vinum sínum heim til sín, og þar
var nú ekkert til sparað. Nú þurfti
hann ekki að vera að spara.
„Segðu mér eitt,“ sagði einn af
vinum lians. „Hvernig stóð á því,
að þér datt í hug að fara að rækta
kartöflur í stórum stíl? Þú hefur
sannarlega Jiaft lánið með þér.“
Þá sagði hann þeim alla söguna
um kartöfluna, sem þið eruð búin
að heyra, hvernig hún hefði ávaxt-
ast ár eftir ár og orðið uppspretta
þeirra auðæfa, sem liann ætti nú.
„Gæfa þín hefur búið í þessari
einu kartöflu," sagði vinurinn.
„Drekkum skál þeirrar gæfu, sem
valt út af einhverjum óþekktum
vagni, en var hirt upp af veginum
aftur. Mætti hún ætíð búa hér.“
Og svo skáluðu þeir og drukku,
en þegar leið að miðnætti, héldu
gestirnir heim.
2.
Hinn hamingjusami maður settist
nú í legubekkinn sinn. Nú var
liann aleinn. Hann fór nú að hugsa
um það, hve allt hefði gengið und-
arlega vel fyrir sér, hvílíka blessun
jörðin hefði fært honum, jörðin,
sem hann hafði ræktað. Og nú
hafði hann stórar fyrirætlanir.
Hann ætlaði að kaupa meira iand,
alla spilduna út að skóginum, og
hann sá í huga sér kartöflugrasið
bylgjast í sumarblænum, svo langt
sem augað eygði. Hann sá marglit
og fögur blóm kinka kolli hvert til
annars. En því lengur sem hann
horfði á þau, því meir færðust þau
saman og urðu að einu stóru blómi.
Loks sá hann sýn. Ut tir blóminu
steig sú fegursta kona, sem hann
hafði nokkru sinni augum litið.
Hún kom til hans, þar sem hann
sat, en hörð og ströng á svip.
„Þú þekkir mig ekki,“ sagði hún,
„og þó hef ég búið í húsi þínu í
mörg ár. Ég er gœfan, og ég hef ver-
ið með þér síðan kvöldið góða, er
þú fannst kartöfluna á veginum. Ég
hafði falið mig í þessari kartöflu,
en það vissir þú ekki eða sást, þú
hélzt, að öll velgengni þín stafaði
af iðni þinni og dugnaði, en það
var ég, sem lagði blessun yfir starf
þitt. Ég á engan sérstakan samastað,
þess vegna varð ég að halda áfrani
út í heiminn, og ég settist því á
kartöfluvagninn þinn, sem var á
leið til skips. En þegar ég ætlaði að