Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 41

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 41
VORIÐ 37 Úr heimi harnanna SKÓLADÓTIÐ HENNAR HEIÐU. Heiða var 9 ára, hún var svo löt að læra, að þó að mamma hennar bæði hana að fara nú að læra lexíurnar sín- ar, þá svaraði Heiða einbeitt: i-Ég læri lexíurnar mínar í kvöld, þegar ég er komin í rúmið, ég kann æf- inlega vel.“ En auðvitað kunni telpugreyið ekki stakt orð. Það var heldur engin von að hún kynni, því að hún las aðeins einu sinni yfir. Svo var nú það versta með hana Heiðu, að hún fór svo hræðilega illa rneð bækurnar sínar, að pabbi og mamma hennar voru alveg hætt að gefa henni bækur í jólagjöf eða afmælisgjöf. T. d. gaf pabbi henni Rauðhettu í jóla- gjöf. Heldurðu ekki, að hún fari þá út með hana og skilji hana eftir úti á hlaði °g hundurinn Lubbi tætti hana alla niður. Og mér er nær að halda, að hún Heiða hafi ekki mikið séð eftir henni Rauðhettu. Jæja, nú held ég, að þetta sé nóg upplýsing um Heiðu, hvernig hún var. Nú var Heiða háttuð og las landa- fræðina oft, að kalla má, þrisvar sinn- um, því að á morgun var próf. Nú henti Heiða frá sér landafræðinni, slökkti ljósið, lagðist út af og sofnaði svefni hinna réttlátu. Skóladótið lá víðs vegar um borðið, rifið og tætt, étið og nagað. Skóladótið hafði komið sér saman um að halda fund vegna „húsmóður" sinn- ar, en svo kölluðu þau Heiðu, þegar hún væri sofnuð. Skrifbókin, stílabókin og strokleðrið höfðu farið í fýlu út af þess- ari uppástungu. íslandssagan var fundarstjóri og blýanturinn skrifari. — Enginn kom sér að því að byrja, svo að íslandssagan byrjaði hásum rómi, því að hún hafði orðið eftir úti hjá ,,hús- móðurinni" og fengið kvef. „Háttvirtu hlustendur! Nú er svo

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.