Vorið - 01.03.1948, Page 42

Vorið - 01.03.1948, Page 42
38 VORIÐ komið, að við verðum að halda fund, vegna „húsmóður“ okkar. Hún fer svo hræðilega illa með okkur, að við erum öll úr lagi gengin. Áðan t. d. henti hún vinkonu minni, landafræðinni, svo rifið er upp úr kjölnum á henni. Ég er skítug og öll útkrotuð. Blýanturinn, maðurinn minn, og pennastöngin, systir hans, eru bæði nöguð og brotin. Það vantar þrjú blöð í ungfrú dýrafræði og blessaðar biblíusögurnar eru spjaldalausar." Nú kvað blýanturinn sér hljóðs, og var heldur digurbarkalegur. „Húsmóðir mín er búin að eiga mig í eina viku, og fyrsta eða annan daginn, sem hún átti mig, nagaði hún mig svo ógurlega, að ég gat ekki annað en hljóðað, og svo fór hún að pikka hana Jóu, en Jóa þreif í mig og ég handleggs- brotnaði. Nú legg ég til, að við skrifum „húsmóður" okkar gott bréf og biðjum hana að fara betur með okkur.“ Þessi uppástunga var samþykkt í einu hljóði. Bréfið var svohljóðandi: Kæra húsmóðir! Nú ætlum við að krota þér fáeinar línur. Við ætlum nú að biðja þig að fara ósköp vel með okkur hér eftir og læra bækurnar þínar vel. Frá skóladótinu þínu. En það er af Heiðu að segja, að hún fór alltaf vel með dótið sitt eftir þetta. Huldustclpa nýorðin 12 ára, verður skáld með tíð og tíma. KLOVN. Mér hefur ekki þótt sérstaklega vænt um neitt dýr, mér þykir vænt um öll dýr. Ég ætla að skrifa um hund sem hét Klovn. Þegar ég var eins árs, fengu pabbi og mamma hann, hann var þá hvolpur. Ég var svo lítil, að ég man lít- ið eftir honum. Hann var lágfættur, nokkuð langur, með löng eyru. Hann var fallegur hundur, gulgrár og svartur að lit. Hann var ákaflega hændur að pabba og mömmu og líka að mér, þó að ég væri svo lítil, að ég gæti ekkert leik- ið við hann. Þegar ég sat á gólfinu, hljóp hann allt í kringum mig og glefs- aði í mig og vildi fá mig til að leika við sig. Stundum þegar ég stóð, kom hann og sleikti mig í framan. En mér var ekki meira en svo um þessi blíðuhót. Hann var látinn sofa í grænmáluðum kassa rétt við stofudyrnar. Þegar mamma var með mig úti í vagni, elti Klovn alltaf, og ef mamma fór inn í búð, beið hann fyrir utan og gekk alltaf í kringum vagninn, og ef einhver ætlaði að líta ofan í vagninn, gelti hann og gelti til að láta mömmu vita. Klovn var mjög skynsamur og vildi hafa reglu á öllu í húsinu. Eina nótt vakti hann pabba og mömmu með svo miklu gelti, að þau fóru að vita hverju þetta sætti. Þá hafði leigjandi, sem var í húsinu, komið seint heim og gleymt að loka húsinu. í annað skipti vakti hann þau með gelti, þá hafði gleymst að slökkva ljósið á ganginum. Þegar ég var tveggja ára, dó Klovn. Það ók yfir hann maður með mjólkur- kerru. Við urðum öll svo sorgbitin, því að okkur þótti svo vænt um litla hund- inn. Mamma á af honum skinnið, það er inni í stofunni heima. Edda Alice Kristjánsdóttir, 12 ára.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.