Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 15
VORIÐ
133
svo komu gestir og ég vakti fram
eftir.“
Kennarinn kinkaði kolli með
áhyggju- og alvörusvip. Hann trúði
drengjunum. Hér dugðu engar
ávítur. Að því búnu hélt hann
áfram að tala við börnin.
Dagurinn var leiðinlegur, eða svo
fannst þeim félögum að minnsta
kosti. Þeir höfðu ekkert læi t af því,
sem þeir áttu að læra, og kunnu því
ekkert. Það var dálítið niðurlægj-
andi, þegar hin börnin stóðu sig
vel. En það varð að taka því. Bara
að vera harður og kaldur. Þeir voru
þó eitthvað svo þreyttir og syfjaðir.
Já, dagurinn var leiðinlegur.
Skólinn var leiðinlegur. Allt var
leiðinlegt.
Þeir félagar urðu því fegnir, þeg-
ar kennslu var lokið, og þó hlökk-
uðu þeir eiginlega ekkert til að
koma heim. Það var líka leiðinlegt
heima. Pabbi var aldrei heima.
Mamma var líka oft úti.
Þeir Jói og Stjáni urðu samferða,
og Pétur í Skúrnum slóst einnig í
förina. Hann hafði komið stund-
víslega í nrorgun, en annars var
svipað ástatt með liann og þá Jóa
og Stjána. Þetta voru hálfgerðir
útigangshestar. Og enn eitt var
sameiginlegt með þeim öllum.
Þeir voru allir farnir að reykja í
laumi. Þeim fannst þeir vaxa dálítið
við það.
Þegar þeir komu að litla húsinu
hennar Boggu á Bakka, tóku þeir
að vanda að hnoða snjókúlur og
létu dynja á giuggununr. Það væri
þó svolítil tilbreyting, ef þeir gætu
gert Boggu reiða.
En hvað var nú þetta. Þeir
heyrðu greinilega brothljóð. Það
hafði verið smásteinn í einni kúl-
unni og ein rúðan lrafði nrölbrotn-
að.
Glerbrotin féllu ýmist inn í litlu
stofuna hennar Boggu, eða í snjó-
inn fyrir utan. Þeir félagar urðu
dálítið skömmustulegir og hröðuðu
sér burt. Þeir höfðu ekki ætlað að
brjóta rúðuna.
Daginn eltir var drepið hægt á
skrifstofuhurð skólastjórans. „Kom
inn!“ Það konr enginn, og aftur var
drepið á dyrnar.
„Kom inn!“
En það kom enginn inn.
Þá gekk skólastjórinn fram að
hurðinni og opnaði hana. Fyrir
franran stendur öldruð kona í slit-
inni kápu og nreð skýlu á höfði. Það
var Bogga á Bakka.
„Komið þér sælir. Mætti ég fá að
segja við yður örfá orð?“ spurði
Bogga feimnislega.
„Já, gjörið þér svo vel að koma
inn,“ nrælti skólastjórinn.
Konan snreygði sér úr gúmmístíg-
vélunum fyrir franran hurðina og
þokaðist hægt inn.
„Ég verð að biðja yður að fyrir-
gefa, að ég er að gera yður ónæði,