Vorið - 01.12.1950, Side 24
142
VORIÐ
Hann var kominn til Brúnós,
lagði trýnið á kné hans og horfði
í hann með brúnu augunum sín-
um, eins og hann væri að biðja
liann fyrirgefningar á því, hvernig
hann tók á móti honum.
„Hann er aðeins tveggja ára, en
er þó eins vitur og tíu ára gamall
hundur. Honum geðjast vel að þér.
„Heyrðu,“ bætti Itann við, „þú
liefðir kannske gaman af að koma
út með mér seinna í dag? Þú gætir
hlaupið í húsin fyrir mig, og spurt,
hvort ekki þurfi að brýna eitthvað.
Eða, hefur þú nokkuð sérstakt að
starfa?"
„Nei — ég get komið með þér,“
sagði Brúnó, og það gladdi hann
að fá eitthvað gagnlegt að starfa,
og þá einkum að geta ofurlítið
launað matinn og næturgreiðann.
Síðari liluti dagsins leið fljótt.
Þegar þeir urðu samferða heim um
kvöldið, sagði Falk: „Ég þyrfti nú
helzt að hafa svona hjálp á hverjum
degi.“
Þegar Brúnó var háttaður urn
kvöldið og hafði þrýst sér alveg
upp að vegg, til þess að þrengja
sem minnst að rekkjunaut sínum,
sagði Falk: „E£ þú kærir þig um,
mátt þú vera lijá mér þessa daga,
sem ég á eftir að vera hér í Ala-
borg. Þú hefur þá tíma til að sjá
þig um í borginni."
„Þakka þér fyrir,“ sagði Brúnó.
Þannig hjálpuðu þeir, hvor öðr-
um, og þegar þeir komu heim á
kvöldin, tók Brúnó kassann sinn
og skemmti bæði sjálfum sér og
Falk við það að temja mýsnar.
Dag nokkurn sagði Falk: „Þú
ættir að reyna að kenna Svarta-
pétri einhverjar listir. Þegar ég
legg af stað aftur út um sveitirnar
til að brýna, væri garnan ef hann
gæti sýnt bændabörnunum listir
sínar. Ég er viss um, að hann get-
ur lært að ganga á afturfótunum,
og ef til vill að halda á byssu með
framfótunum og vinna sér á þann
liátt inn fáeina aura.“
„Já,“ sagði Brúnó, og var nú allt
í einu farintr að byggja stórkostleg-
ar skýjaborgir, en litlu síðar sagði
liann hikandi: „Ég mætti líklega
ekki verða þér samferða og reyna
að vinna mér inn fáeina aura með
því að sýna mýsnar mínar og gjöra
svo ýmislegt, sem ég kann sjálfur.
Ungfrú Nelly og lir. Donald eru
farin að dansa saman nú þegar, og
svo gæti ég klætt þau í einhver lag-
leg föt.“
Falk sat hu'gsi litla stund, en
mælti því næst:
„Þetta er líklega ekki svo vitlaus
hugmynd, drengur minn. En ég
held nú sarnt, að þú ættir að reyna
að taka þér eitthvað skárra fyrir
hendur. Slíkt flökkulíf getur verið
fullgott fyrir þá, sem orðnir eru
olnbogabörn þjóðfélagsins, en mað-
ur á þínum aldri verður að setja
sér hærra takmark. Og þó----------“
bætti hann við alvarlega, mynd-