Vorið - 01.12.1950, Page 35
VORIÐ
153
hver ræðan eftir aðra, og þá fékk
prinsinn tækifæri til að virða þau
öll fyrir sér. Hann langaði til að
segja, hver hann væri og fann, að
hann yrði að gera það áður en hann
færi frá höllinni. Hann langaði til
að faðma að sér móður sína og syst-
ur. En föður hans mundi sennilega
verða mikið um, er hann fengi að
heyra sannleikann. Allt í einu stóð
kóngurinn upp til að halda ræðu.
Hann óskaði brúðhjónunum til
hamingju og að lokum sagði hann:
,,En í dag, við þetta brúðkaup,
viljum við einnig minnast prinsins,
sem strauk frá okkur, af Jdví að
liann fékk ekki að leika á fiðlu.“
Prinsinn, eða Rikk Rand, sem
hann hét núna, komst svo við, þar
sem hann stóð við fiðluna sína, að
hann langaði til að kalla upp: —
Eg er prinsinn!
„Ég vildi leggja líf mitt í sölurn-
ar, til þess að fá að sjá prinsinn okk-
ar aftur,“ bætti kóngurinn við, ef
ég hefði ekki tekið af honum fiðl-
una, hefði hann ef til vill leikið hér
fyrir okkur í dag í staðinn fyrir
snillinginn Rikk Rand.“
Nú gat Teddy'prins ekki setið á
sér lengur. Hann stóð upp og sagði:
„Ég er Teddy prins!“
Kóngurinn, drottningin, brúð-
hjónin og allir gestirnir sneru sér
að hljómsveitarstjóranum. Allir
urðu dauðskelkaðir, }jví að þeir
héldu, að hinn frægi hljómsveitar-
stjóri væri að gera gabb með kóng-
inn, og það mæltist ekki vel fyrir að
trufla ræðu kóngsins með svona at-
hugasemd.
„Svona gamansemi er ég óvanur!“
sagði kóngurinn og leit stranglega
til Rikk Rand.
Prinsinn sá, að enginn trúði hon-
um, og félögum hans í hljómsveit-
inni þótti þetta vera leiðinleg
veizluspjöll. En Rikk Rand var ró-
legur. Hann tók fiðluna, setti liana
undir hökuna og gekk til Lísu prins-
essu, og svo byrjaði hann að leika
„prinsessusönginn“ fyrir hana. Það
varð alveg hljótt, og enginn truflaði
hann. Augu prinsessunnar fylltust
tárum, og svo runnu þau niður
kinnar hennar. Kóngurinn varð að
setjast vegna geðshræringar og
drottningin starði votum augum á
Teddy prins. Þau voru ekkilengurí
neinum vafa um, að þetta var prins-
inn, því að enginn annar kunni
„prinsessusönginn". Þegar prinsinn
hafði lokið laginu, kysstu hann syst-
ur sína innilega. Svo tók kóngurinn
til máls:
„Velkominn heim, kæri prinsinn
okkar! Þegar þú varst lítill, skildi
ég ekki, að þú gætir orðið svona
mikill listamaður. Hefði ég vitað
það, skyldir þú liafa fengið að liafa
fiðluna þína,“ — rödd hans titraði,
og hann þurrkaði sér um augun
með vasaklútnum.
Prinsinn leit af einum á annan,
og hann sá, að söngkennarinn var
mjög undrandi. Það var greinilegt,