Vorið - 01.09.1956, Page 4

Vorið - 01.09.1956, Page 4
82 V O R I Ð ákváðu að reyna að koma upp um þá Sebastian og Kristófer. — Þeir héldu nú ofurlitla ráðstefnu í sjó- húsinu hjá Leili og gerðu áætlanir, sem þeim fannst í bili ekki vera svo erfitt að framkvæma. „Við læðumst um borð í skútuna þeirra í kvöld, þegar dimmt er orð- ið, felum okkur þar, og ef lánið er með okkur, leggja þeir ef til vill út í einhvern dularfullan leiðangur, án þess að vita af okkur í skútunni. Og svo getum við fylgzt nreð öllu, sem gerist. „Fín hugmynd," sagði Leifur. „Ég samþykki þetta.“ Þeim tókst báðum að kornast að heiman án þess að þeim væri veitt eftirtekt. Og klukkan hálf tíu voru þeir báðir mættir á bryggjunni. Þeir sáu, að Ijós var í káetugluggan- um á skútu þeirra Sebastians og Kristófers, og þeir voru ekki seinir á sér að læðast um borð. Enginn Jiafði séð ti! þeirra, og þeir gátu nú falið sig undir segldúk frammi í skipinu. Þar voru þeir öruggir. Biðin varð nokkuð löng, og Ótt- ar, sem alla tíð iiafði verið Jítið fyrir það gefinn að Iialda lengi kyrru fyrir, fór nú að verða óþolinmóður. Hægt og gætilega skreið liann und- an segldúknunr og þaðan að káetu- glugganum. Hann ætlaði að vita, hvort hann heyrði nokkuð í þeim félögum. Og þið megið vera viss um, að hann hlustaðj vel, þegar honum varð ljóst, hvaða áætlanir þeir félagar höfðu á prjónunum. Hann gaf sér ekki tíma til að hlusta á frekari ráðagerðir, en flýtti sér nú allt hvað hann gat til Leifs aftur. „Við verðum að fara aftur í land samstundis," sagði hann með önd- ma í hálsinum. „Þeir Sebastian og Kristófer eru að ráðgera að sökkva skútunni í nótt til þess að fá greitt tryggingarféð." Leifur hugsaði sig um litla stund. „En hvernig væri að við reyndum að koma í veg fyrir að það takist?“ sagði hann hikandi. „Þú veizt þó upp á þínar tíu fingur hvernig fara á með vélina. Og þeir geta væntanlega ekki kom- ið meiri leka að skútunni en það, að við getum haft henril á honum, þar til við komumst að landi.“ Óttar varð þess nú var, að ævin- týraþráin var að fá yfirhöndina yfiv allri varfærni. „Þetta gæti orðið hættulegt," sagði hann loks. „En gaman væri að reyna þetta.“ Nú heyrðu þeir, að Kristófer gekk aftur í vélarrúmið og setti vélina í gang. En Sebastian vann að því að leysa landfestar. Hann stóð svo nálægt Óttari að hann hefði getað seilzt og tekið utan um fót hans. Á næsta andartaki lagði skútan frá bryggjunni og Sebastian tók sér stöðu í stýrishúsinu,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.