Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 6
84
V O R I Ð
litið upp úr vélarrúminu og athug-
aði þá hvar þeir voru staddir.
Eftir alllanga siglingu, gaf Leif-
ur þá skipun niður í vélarrúmið að
setja á hálfa ferð. Þeir voru komnir
inn í liin þröngu sund rétt utan
við þorpið.
Það sást ekki nokkur lifandi vera
við höfnina. Þetta var eins og dauð-
ur bær. En klukkan var líka ekki
nema liálf þrjú að nóttu.
Eftir litla stund lá ,,Aldan“ bund-
in við bryggjuna, eins og hún var
vön. En þeir Óttar og Leifur héldu
herráðsfund til að ákveða frekari
framkvæmdir.
„Matthías Abelsson er víst um-
boðsmaður fyrir vátryggingafélag-
ið,“ sagði Óttar. „Við verðum að
tala við hann fyrst.“
En Matthías var ekki sérlega
blíður á manninn, þegar jreir félag-
ar komu og börðu utan húsið þar
til þeir ltöfðu vakið hann. En þegar
honum varð loks Ijóst, hvað hér var
um að ræða, kom líf í tuskurnar.
Hann fór með drengjunum niður á
bryggjuna og kom þangað mátulega
til að sjá þá Sebastian og Kristófer
róa að landi.
Þeir lilupu á bak við sjóhúsið til
þess að veita því athygli livernig
þeinr félögum yrði við, þegar þeir
sæju ,,Ölduna“ heila á húfi, án þess
þó að vera séðir.
„Hva-hvað sé ég. Er ég farinn að
sjá sýnir Kristófer?" heyrðu þeir
Sebastian hrópa upp. „Er það ekkt
„Aldan“, sem liggur þama?“
Kristófer kom ekki upp nokkru
orði, svo undrandi varð hann. En i
stað þess tautaði hann eitthvað
óskiljanlegt.
„Þú liefur ekki dregið botnlok-
urnar nógu vel frá,“ sagði Sebastian.
Það hnussaði í Kristófer. „Og
þótt ég hefði nú ekki gert það,"
sagði hann, „og báturinn hefði get-
að haldizt á floti. Þá hefur liann
varla komizt sjálfur hingað að
bryggjunni. Ilér eru draugar að
verki.“
En nú þótti Matthíasi kominn
tími til að gefa sig frarn. Hann konr
nú fram úr fylgsni sínu ásamt
drengjunum og kallaði:
„Nei, góðir hálsar. Hér eru eng-
ir draugar að verki. Bátnum er
bjargað á löglegan hátt, eftir að
áhöfnin hafði yfirgefið hann.“
Þeir Sebastian og Kristófer koniu
ekki upp nokkru orði, en gláptu
aðeins af undrun.
„Þetta getur orðið nokkuð dýrt
gaman fyrir ykkur," hélt Matthías
áfram, „þegar það hefur verið sann-
að, að þið ætluðuð að sökkva bátn-
um til að fá greitt vátryggingarféð."
Óttar og Leifur fylgdust af at-
hygli með öllu, sem franr fór. Og
þeir urðu nálega eins undrandi og
Sebastian og Kristófer, er Matthías
sagði: „Þið megið örugglega treysta
því, að vátryggingarfélagið greiðit'