Vorið - 01.09.1956, Síða 9
V C) R I Ð
87
mikilvæg. Börnum þykir gaman
að þessu frjálsa félagsstarli og það
stuðlar að þroska þeirra. Þarna
læra þau að inna af liöndum ýms-
ar skyldur, fyrir stúkuna sína. Það
glæðir ímyndunarafl þeirra að
iinna skemmtiatriði iyrir fundina
og hvernig þau verði be/.t útfærð.
Margir af lei'kurum okkar hafa byrj-
að að iðka þá list í barnastúkunum.
Margir embættismenn hafa flutt
lyrslu ræðuna þar. ()g sumir söngv-
arar og hljóðfæraleikarar hafa fyrst
verið hljóðfæraleikarar í stúkunni
sinni. Ein af söngkonum okkar,
Hanna Bjarnadóttir, var t. d. mörg
ár hljóðfæraleikari í barnastúkunni
Sakleysið.
Af þeim 60 barnastúkum, sem
starfandi eru í landinu, er starfið
mjög misjafnt. Fer það mest eftir
því, hve mikinn tíma gæzlumenn-
irnir hafa til að starfa með börnun-
um. Börnin eru venjulega viljug til
starfa. En þetta starf byggist á því
að einhverjir fórnfúsir menn á
hverjum stað gefi sér tíma til að
sinna þessum félagsstörfum með
börnunum. Þetta er ólaunað starf.
F.n það felur í sér launin að vinna
lyrir æskuna í landinu, leiðbeina
henni inn á hollar brautir og eiga
með henni glaðar og ánægjulegar
stundir.
Unglingareglan er að byrja átt-
unda tuginn. Ég óska Irenni heilla
og blessunar í starfi.
Gamciri og alvara
Stúdent nokkur, sent var á ferðalagi,
lenti í sama vagni og prófessor einn. Og
til þess að stytta sér stundir við eitthvað,
stakk prófessorinn upp á því, að þeir létu
hvor annan ráða gátur.
„I hvert sinn, sem þér getið rangt, greið-
ið þér mér eina krónu. En geti ég rangt,
greiði ég yður eina krónu,“ sagði prófess-
orinn.
,,En, prófessor," sagði stúdentinn, „þér
eruð svo niiklu lærðari og vitrari en ég.
Mér fyndist því rétt, að ég greiddi aðeins
50 aura.“
„Já, það er sanngjarnt," sagði prófess-
orinn. „Við höfuð J>að Jiá Jjannig. Og nú
byrjið J)ér.“
„Hvaða fugl er Jtað, sem fxðir lifandi
unga?“ spurði stúdentinn.
„Það veit ég ekki,“ svaraði prófessorinn.
„Hana, þarna hafið J)ér krónuna. En hvað
lieitir })á fuglinn?"
„Það veit ég ekki heldur,“ sagði stúd-
entinn. „Hérna hafið þér 50 aura.“
—o—
Maður frá borginni: „Ræktunaraðferðir
yðar eru mjög gamaldags. Það myndi
koma ntér ntjiig á óvart, ef þér fengjuð
nteira cn svo sem 10 kg af eplurn af Jiessu
tré.“
Bóndinn: „Mér mundi einnig koma það
á óvart, því að Jjetta er nefnilega peru-
tré.“
—o—
'1 veir drengir voru að sækja mjólk fyrir
mömmu sína. Er þeir voru komnir hálfa
leið heim, datt sá drengurinn, sem bar
mjólkurskjóluna, svo að mjólkin öll ranu
á götuna.
Þá segir hinn: „Hvers vegna gaztu ekki
sett frá [>ér skjóluna áður en þú datzt?“
E. Sig.