Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 11
V O R I Ð
89
hans, þegar hann gengur á ská yfir
götuna og opnar stóru hurðina, og
það skín trú og von úr svip lians,
þegar hann sér stóru, björtu augu
afgreiðslunrannsins innan við af-
greiðsluborðið.
En nraðurinn hvorki sér eða heyr-
ir, svo að hann verður að segja er-
indi sitt þrisvar. Og í síðasta skiptið
dró hann ekki af röddinni.
— Þú vilt fá lán, segir maðurinn,
alveg undrandi. En hann hikar og
lítur framan í þetta drengilega and-
lit, sem er umkringt rauðbrúnu
hári, er stendur í allar áttir. Svo
kímdi hann dálítið. — Það verður
þú að tala um við sjálfan banka-
stjórann, segir hann og setur upp
alvörusvip.
Stundarkorni síðar er Kári sokk-
inn niður í djúpan stól á fínni
skrifstofu, og lioi'fir á sköllóttan
mann. Hann segir frá foreldrum
sínum og þremur litlu systrunum,
sem ekki gera annað en slíta fötum
og sulla mat á borðið. Bankastjór-
inn spyr um margt og meðal annars,
til livers Kári ætli að nota pening-
ana.Þegar hann segir,að hann muni
geta reytt helmingi meira af illgresi,
ef hann fái reiðhjólið, er eins og
bankastjórinn iiækki í sætinu.
— Þetta líkar mér að lieyra, segir
hann. Eg ætla að hætta á að lána
þér þetta, því að illgresi er það
versta, sem ég þekki. Rífðu það upp
með rótum, bætir hann við og
nuddar saman höndunum eins og
hann sé að reyta sjálfur. Hann er svo
ákafur, að Kári brosir með sjálfum
sér að þessum góða rnanni um leið
og hann klórar nafnið sitt á þriggja
mánaða víxil.
Það er stutt leið í sportvöruverzl-
unina. Búðarstrákurinn verður
alveg undrandi, jregar hann sér alla
peningana, og er lipur og hjálpsam-
ur við að ná reiðhjólinu út, en Kári
hugsar aðeins um að hjóla lieim
sem fyrst. En þá kemur honum allt
í einu eitthvað í hug, snýr sér við í
dyrunum og segir:
— En ég iief samt ekki étið grá-
stein.
Búðarstrákurinn kinkar kolli á
móti, jrví að andlitið á Kára ljóm-
aði allt af brosi.
Það voru ekki margir drengir,
sem unnu eins mikið og Kári í leyf-
inu þá um sumarið. Stundvíslega
klukkan hálf sjö á morgnana var
hann tilbúinn til að bera út blöðin,
og nokkrum stundum síðar hreins-
aði hann illgresi í garðyrkjustöðinni
hjá Þóri Haug, og það leið varla
nokkurt kvöld svo, að hann væri
ekki í sendiferðum fyrir foreldra
sína eða einhverja aðra. Stundum
hjólaði hann með litlu systur sínar
á bögolaberanum.
En hann gleymdi ekki blaðinu í
bankanum, senr beið hans. Það
stóðu á því þrír mánuðir, en dag-
arnir liðu svo fljótt, að lrann Jrorði
ekki að bíða lengur en sex vi'kur.
Þá var sumarleyfið á enda, og hann