Vorið - 01.09.1956, Side 15

Vorið - 01.09.1956, Side 15
VORIÐ 93 „Elsku litla Hatta, elsku litla Bletta og elsku litla Hyrna. Blessuð börnin mín, Ijúkið nú upp dyrun- um. Nú er ég komin aftur ol'an úr fjallinu með stórt knippi af grænu grasi, vatn í munninum og mjólk í spenunum." Þégar kiðlingarnir lieyrðu þetta, opnuðu þeir dyrnar. En þá stökk úlfurinn inn í kofann og át alla kiðlingana, en hljóp síðan burt. Og um kvöldið kom svo geita- mamma ofan úr fjallinu, hljóp heim að kofanum og jarmaði: „Élsku litla Hatta, elsku litla Bletta og elsku litla Hyrna. Ljúkið nú upp hurðinni. Nti er ég komin með knippi af grænu grasi, vatn í munninum og mjólk í spenunum." En enginn svaraði, því að kolinn var auður. Þá fór geitamamma að gráta. En tár hennar komu ekki að neinu gagni. Kiðlingarnir hennar voru horfn- ir. „Kannske hundurinn hafi etið litln kiðlingana mína?“ sagði hún við sjálfa sig. Svo stökk luin upp á hundahúsið og trampaði á þakinu mtð fótunum. Knak — knak —■ knak, heyrðist í þakinu. Þegar hundurinn heyrði trampið upp á þakinu sínu, gægðist hann út og öskraði: „Hver er það, sem trampar á þak- inu mínu? Það eru gestir hjá mér. Það hrundi skítur ofan í súpuna, og gestirnir vilja ekki borða hana.“ Þá svaraði geitin: „Eg er geitamamma. Það er ég, sem trampa á þakinu þínu. Hefur þú borðað hana Höttu? Hefur þú borðað hana Blettu? Hefur þú borð- að hana Hyrnu? Komdu út, og ég

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.