Vorið - 01.09.1956, Side 17

Vorið - 01.09.1956, Side 17
V O R I Ð 95 þakið á húsinu hans og trampaði þar með fótunum. Þegar úlfurinn lieyrði brakið og brestina, kom hann út og spurði með dinnnri röddu: „Hver er það, sem vogar sér að trampa uppi á mínu þaki? Það eru gestir Iijá mér, og það féll skítur ofan í súpuna, og nú vilja gestirnir ekki borða hana.“ Þá trampaði geitin enn meir á þakinu og jarmaði: ,,Eg er geitamamma. Það er ég, sem trampa á þakinu þínu. Hefur þú borðað hana Höttu mína? Hefur þú borðað hana Ulettu mína? Hefur þú borðað liana Hyrnu mína? — Komdu út, og ég skal berjast við þig, og þá skaltu fá að kenna á hvössu homunum mínum.“ Úlfurinn svaraði: „Ég hef borðað Itana Höttu þína. Ég hef borðað hana Blettu þína. Ég hef borðað hana Hyrnu þína. Ég er til með að berjast við þig. — Ég er ekkert hræddur við hvössu hornin þín.“ Eftir þetta samtal komu þau sér saman um, að þau skyldu berjast. Að því búnu fór geitin lreim. Hún fyllti litla könnu með geita- mjólk og gekk síðan á fund smiðsins og sagði: „Ég ætla að biðja þig að skerpa hornin mín strax.“ Smiðurinn tók fegins hendi við mjólkinni og tók síðan að skerpa hornin á geitinni, þar til þau voru orðin hvöss eins og alur. Svo mætt- ust ge.tin og tilfurinn til að berjast. Úlfurinn kom æðandi á móti geit- inni með opinn kjaftinn, svo að skein í oddhvassar tennurnar, en geitin kom þrammandi á móti hon- um með hárbeitt hornin, og hún rak hornin af svo miklu afli í kvið úlfsins, að hann rifnaði, og allir litlu kiðlingarnir hennar, Hatta, Bletta og Hyrna, komu út úr maga úlfsins, alveg heilir og hraustir. Þá varð geitamamma svo glöð, að hún saumaði sanran magann á úlf- inum og hljóp svo heinr nreð litlu kiðlingana sína. H. J. M. þýddi. STÆRÐFRÆÐI Kennarinn reynir að útskýra hugtakið deiling nteð nokkrum dæmum. „Þegar maður deilir í tölu með annarri tölu, verður alltaf að gæta jress, að um sama nafn sé að ræða. Það er til dæmis ekki hægt að deila fjórum fílum með tveimur eplum. Heldur verður að deila fjórum eplum með tveimur eplum.“ Lítill patti aftur í bekknum réttir upp hendina og spyr dálítið hissa: „En er Jrá ekki hægt að skipta fjórum eplum með hníf?“ FYRIR RÉTTI l'étur Pétursson er ákærður fyrir að liafa stolið gullúri, en dómarinn getur ekki dæmt hann, vegna jrcss að sannanir skort- ir. Og svo kveður hann upp dóminn. „Vegna jress að sannanir vantar fyrir Jijófnaði yðar, dæmi ég yður sýknan. Þér eruð frjáls maður." Pétur Pétursson: „Á ég að skilja það svo, að ég megi þá halda úrskömminni?"

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.