Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 37
V O R I Ð
115
Guiinar og Kolskeggur kve ájast
SÖGUSÝNING
Eft ir séra Arelíus Níelsson
Útisvið. Fjöll í baksjn. — Bræðurnir
Gunnar og Kolskeggur eru á sviðinu. Þeir
eru búnir litklæðum.
Fjallkonan kemur inn og gengur fram
á sviðið. Hún les kvæðið Gunnarshólma
út að orðunum: Nú er á brautu borinn
vigur skær.
Þegar Fjallkonan lýkur lestrinum, koma
þeir inn og standa til hliðar á sviðinu.
Annar horíir frain, en hiriri til íjalla.
Kolsk.: Horfirþú þögull til Hlíð-
arinnar, lrróðir?
Gunnar: Víst er ég þögull, og þó
brenna mér ótal orð á vörum.
Kolsk.: Seg mér hug þinn, frændi,
eins og svo oft áður. Það léttir dóm
örlaganornanna. — Hví er þér svo
þungt og tregt tungu að hræra?
Gunnar: Ég hélt, að þú, Kol-
skeggur, þyrftir ekki að spyrja. Þú
lilýtur þó að finna, hve sárt við er-
um leiknir. Lltlagar í þrjú löng ár,
I jarri vinaraugum. Auk þess vei/.tu.
að ég er ekki þeim mun óvaskari
maður en aðrir menn, sem rnér
þykir meira fyrir en öðrum að vega
nrenn.
Kolsk.: Veit ég vel, frændi, að þú
ert vaskastur og mestur íþróttakappi
þeirra, er nú eru uppi á íslandi. Og
er mér einnig kunnugt um síttfýsi
þína og þann friðarvilja, sem hinn
nýi siður hefur kveikt. Ætti þér því
fremur að vera ljúft að hlýða örlögj
um þínum.
Gunnar: Skajrlyndi mínu er erfitt
að beygja sig.
Kolsk.: Hetjunni er auðveldara
að berjast en beygja sig gegn ofur-
eflinu. Er það ekki auðmýktin, sem
hinn nýi siður krefst af hinum
sterku hetjum hefndanna?
Gunnar: Svo mun vera, bróðir,
og vissulega er lmgur þinn hæfari
til hlýðni og auðmýktar en minn.
— Mun og vandséð, hvorn okkar
bræðra ókomnar aldir muni telja
meiri hetju og sannari dreng. En
aldrei hef ég komizt í slíka raun
lyrr, og hef ég þó barizt einn á móti
fjölda fjandmanna.
Kolsk.: Þín fyrri utanför varð þér
til mikillar sæmdar; svo mun og
verða nú, eða hefur ekki Njáll á
Bergþórshvoli spáð þér góðri ferð,
og það með, að þú munir aftur
(Framhald á bls. 118).