Vorið - 01.09.1956, Side 40

Vorið - 01.09.1956, Side 40
118 V O R I Ð — Gmmar og Kolskeggur kveSjast (Framhald af bls. 115). koma og enginn maður hér standa þér á sporði. Gunnar: Njáll var minn bezti vinur, og enginn er honum vitrari. En nú er honum ósárt unr, þótt ég fari, því að Höskuldur á liug Jians allan. Kolsk.: „Því at hrísi vex ok háu grasi, vegr es vætki treðr.“ Ferðir þínar að BergþórslivoJi hafa strjál- azt mjög, síðan Hallgerður tók við búsforráðum að Hlíðarenda. Og livers er þá von um vináttu Njáls? — Ekki eiga þau Hallgerður skap saman. Gímnar: Vel veit ég, að vinátta okkar Njáls er önnur en áður, með- an Höskuldur Hvítanesgoði hafði ekki á vegi hans orðið. Ráð hans liafa mér ekki öll lioll verið, þótt mikið eigi ég honum að þakka. Og hjúskap okkar Hallgerðar hefur Jiann eitrað með hatursfullum get- sökum í hennar garð. Kolsk.: Þungorður ert þú nú í garð þíns bezta vinar og ráðgjafa. Uggir mig nú, að þú óttist, að þú missir vináttu hans alveg við svo langan aðskilnað. Gunnar: Meir óttast ég annað, frændi, og það er, að ekki liafi ég þrek til að fara í útlegð þá, sem okkur er búin. Og kemur það mér til lítils, því að gleði mín er öll. En ég vildi heygður vera í íslenzkri mold. — Hitt hirði ég minna um, livort ég lifa lengur eða skemur. Kolsk.: Mæl eigi svo, bróðir. Ut- göngudyr hljóta að finnast frá grimmum Jeik skapanornanna. Eða hvað skyggir svo á gleði þína? Gunnar: Njáll hefur óskað þess, að ég færi. Kolsk.: Hann gerir það til að bjarga lífi þínu, en ekki vegna þess, að honum þyki lítils um vert, hvort þú dvelur nær eða fjær. Enda getur það ekki talizt að skipti þig nú miklu. Gunnar: Má vera, en sást þú ekki gleðina gJampa í augum Hallgerð- ar, þegar ég kvaddi? Aldrei hefur hún sýnzt mér fegri og aldrei ægi- legi i. Ég fann það þá, að án liennar get ég ekki lifað. Borgir og skraut annarra landa, frægð og auður, ekkert getur veitt mér fögnuð franr- ar. Kolsk.: En ef svo er, hvers vegna getur þú þá ekki eins lifað þessu gleðisnauða lífi í fjarlægu landi og Jiér? Gunnar: Það Jilýtur þú að skilja. Ég elska þetta land. Ég elska grænk- andi ldíðar, Jrjalandi fossa, skínandi ár, tignarlega tinda og sólgullnar

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.