Vorið - 01.09.1956, Page 41

Vorið - 01.09.1956, Page 41
VORIÐ 119 hjarnbreiður jöklanna, þar sem eld- urinn sefur undir ábreiðu mjallar- innar, þar sem rauðar rósir blika við bleikan akur. Mér er meira virði að deyja liér og þjást, en að lifa og njóta við annarlegan sjónhring framandi skóga. Þessi mjúka, milda mold verður mér feginshvíla, útlag- anum, sem séð hef vin minn hverfa á fund annars vinar og ástmey mína fagna ósigri mínum og kvöl. Landið mitt, ísland, það mun aldrei bregð- ast neinu sinna barna. Kolsk.: Lofað hefur þú að fara. Hver, sem bregzt gefnu heiti, verð- ur af því minni maður. Svo mjög sem ég þó ann landinu, er hefur fóstrað mig og fætt, gefið mér gleði mína og minningar, vonir mínar og vini, þá ann ég þó heiðri mínum iieitar. Stundarviðhorf ættjarðarást- arinnar getur livatt mig til að snúa við, en heiðurinn krefst þess, að til liafs sé haldið. Gunnar: Ég hef engu lofað, frændi, enda kæmi það nú að litlu. Ég get ekki farið. Ég fer ekki lengra. Kolsk.: Þá rnunurn við aldrei framar sjást. Dauðinn kallar þig. Ég mun hvergi yndi nema, en heiðri mínum halda. Gunnar: Sjáðu, fögur er hlíðin, svo að mér hefur hún aldrei jafn- fögur sýnzt, bleikir akrar og slegin tún, og mun ég nú ríða heim og fara livergi. Kolsk.: Enn einu sinni bið ég þig, bróðir, ger eigi þann óvinafagnað, að þú rjúfir sætt þína. Hygg, að ekki verður Hallgerði minni gleði að fá þig aftur heim, ef hún hatar þig. Mun þá allt fara sem Njáll hefur sagt, og þú ekki annað heim sækja en dauða þinn. Gunnar: Hvers virði er mér lífið, ef hún fagnar því, að ég fjarlægist hana, og enn meir ef ég geng á móti auðsénum aldurtila? — Og mun ég hvergi fara, og svo vildi ég að þú gerðir einnig, bróðir. Kolsk.: Eigi skal það. Hvorki mun ég á þessu níðast né öðru, því er mér er til trúað, og mun sá einn hlutur svo vera, er skilja mun með okkur. En seg það móður rninni, að ég ætla ekki að sjá ísland framar, því að ég mun spyrja þig látinn, frændi, og fýsir mig þá eigi til út- komu liingað aftur. Gunnar: Enginn má sköpum renna! Far heill, bróðir og vinur. Kolsk.: Þetta verður okkar hinzta kveðja! Bræðurnir takast í hendur og ganga sinn hvoru megin út af svið- inu. Fjallkonan kemur aftur og les: Því Gunnar vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðarströndum. Grimmlegir fjendur, flárri studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljarböndum. Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel. T j a 1 d i ð.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.