Vorið - 01.06.1964, Síða 5

Vorið - 01.06.1964, Síða 5
að lesa til þess að hvetja síðan unglingana til að lesa þœr. Þeir eru að komast á þann aldur, að barnasögur vilja þeir ekki lesa, en þykir heiður að því að lesa það, sem fullorðnir lesa. Ekki meira um þetta, nema það eitt, Qð mér hrýs hugur við þeim vegi, sem ég lagði út á. Hvers vegna gerði ég þetta? Svarið er afar langt, en að yfirlögðu ráði gerði ég þetta. Við eigum fullt af góðum barnabókum fyrir yngri börn, en bœkur fyrir barnsaldurinn Þurfa að vera afar fjölbreytilegar. Hugmyndaheimur og tilfinningalíf okkar tekur æði mörgum breytingum frá fimm ára aldri og til tólf og þrettán ára oldursins og næstu árin eftir það. Ég veitti athygli þeim bókum, sem böm 1 efstu bekkjum barnaskólanna sóttust einkum eftir að lesa. Eitthvað mikið shyldi þurfa að ganga á. Það má svo sem mín vegna slá því föstu, að lestur skuli vera aðeins til skemmtunar. En skemmtun er tvenns konar og kemur °unur með œrslum en hin með hljóðan unað. Sú er varanlegri og við ættum að kenna hinum yngri að njóta hennar. Það gerum við þó ekki. Skemmtana- lif þjóðarinnar miðast allt við œrslin og ekki þykir sú barnaskemmtun góð, uieira að segja ekki á þjóðliátíðardögum, séu ekki einhverjir trúðar fengnir að láta þar sem fáránlegast. Það verður að koma börnunum til að hlæja, eins og gert var í fyrra og það verður að vera meira en í fyrra. Við verðum °ð leika fífl og láta öllum illum látum. Þess vegna förum■ við seinna í þjórsár- dalinn oggerum eitthvað, sem slær allt út, er hingað til hefur gerzt. Sögurnar uiínar áttu að vera mótmæli gegn þessari stefnu, afturhvarf til lífsins og til þess, sem var. Ég las á unga aldri sögur Jóns Trausta og sögur Einars Kvaran °g aðrar af svipaðri gerð og átti þeim sögum margar yndisstundir að þakka. Ég lief reynslu af því, að unglingarnir núna liafa sjálfs sín vegna skilyrði Þl að njóta á sama hátt. Það er hin ráðandi kynslóð, sem meinar þeim það.“ Mér er það mikil ánœgja að geta birt liér þessi ummæli Stefáns Jóns- sonar. / fyrsta lagi í hvaða tilgangi liann liefur ritað bækur sínar, og í öðru lagi álit hans á meinsemd þeirri, sem þjáir unga fólkið nú á tímum. Fjöldi foreldra er Stefáni Jónssyni þakklátur fyrir unglingasögur lums, °g sem betur fer njóta margir unglingar þeirra og finna þar þann hljóða unað, sem hann fann í sögum eldri skáldanna okkar. E. Sig. VORIÐ 51

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.