Vorið - 01.06.1964, Page 6
VORNÓTT
í djúpum friði særinn sefur
og sérhver bóra hvílist rótt,
hver lítill söngfugl sofnað hefur
og sólin boðið góða nótt.
í dalnum raddir dagsins þegja,
en döggum laugast jörðin græn,
og blómin rótt og höfugt hneigja
sín höfuð eins og væru ó bæn.
Nú vilja fóir vaka lengur,
er verður allt svo kyrrt og hljótt,
en uppi í sveit er ungur drengur,
sem ætlar þó að vaka í nótt.
Hann er þinn vinur, vornótt góða,
og vakir til að blessa þig,
en kliðmýkt þinna Ijóðaljóða
hann læsast finnur gegnum sig.
En það er ekki um gott að gera,
því gleðin ó svo hverful skjól.
I faðmi þér hann fær ei vera
í friði úti ó bæjarhól.
Því inni í bænum ýmsir þylja:
„Þú ótt að koma að sofa strax!"
— Jó, afar fótt þeir eldri skilja
og ekki neitt að kveldi dags.
STEFÁN JÓNSSON,
52 VORIÐ