Vorið - 01.06.1964, Qupperneq 13
hafði séð glitta á lykilinn á milli steina
við lækjarbakkann og nú fór hún að
suða:
Lykill í vatni
enginn hann sér.
Bara sá heimskasti
minnsti og þöglasti
sér gullið glitra.
María mey heyrði veikt flugnasuðið,
stökk niður að lækjarbakkanum, og
fann reyndar litla lykilinn sinn milli
tveggja lítilla steina, annar var hvítur
en hinn rauður. Hún varð mjög glöð
°g sagði við fluguna:
—- Komdu til mín og seztu á kjól-
’nn minn, og gættu lykilsins. Héðan í
frá ert þú lyklavörður minn.
— En ég er svo lítil, fáfróð og fátæk,
Sagði flugan.
— Það er einmitt vegna þess, að þú
er fátæk, lítil og fákæn, að þú átt að
Vera þjónustan mín og fylgja mér hvert
sem ég fer.
Litla flugan flaug ánægð á sinn stað
a kjólnum og fylgdi síðan húsmóður
sinni alls staðar og var lyklavörður
^ennar.
SKRÝTLU R
Kennarinn (I dýrafræt5itíma) : Getur þú,
■^úlíus litli, nefnt nokkurt tannlaust dýr?
Július: Langömmu mina.
*
Kennarinn: Ef 8 af okkur fá til samans
epli, 32 appelsínur og 64 perur, hvað
Þer hvert ykkar þá, ef jafnt er skipt?
Pétyr litli; Við fengjum öll magaverk.
Litla stúlkan við Kedron varð síðar
hin stóra, lítilláta María, sem allir
þekkja og elska. Þegar hún varð fullorð-
in, gaf móðir hennar henni lykilinn,
og með honum opnaði hún öll hjörtu
mannanna á jörðinni.
En köngurlóin, geitungurinn, gullfugl-
inn, broddflugan og tordýfillinn gátu
ekki skilið, hvernig svona litlu kvikindi
eins og flugunni, skyldi hlotnast slík
upphefð. Enn í dag situr lyklavörður
Maríu meyjar á greininni, enn í dag
finnst henni hún vera lítilfj örlegust og
fáfróðust af öllum í heiminum.
Hefurðu séð hana? Þetta er mikil
ætt, sem vísindamennirnir hafa kallað
latneska nafninu Coccinella, sumar hafa
hvíta bletti á gulum vængjum, aðrar
hafa aðeins tvo eða þrjá svarta bletti
á rauðu vængjunum og öll börnin sem
leika sér á grænum grasbala, þekkja
hana.
En hvort hún situr á pílviðargrein við
Kedron fyrir utan Jerúsalem, veit eng-
inn með vissu. Það er svo langt síðan
María mey var sjö ára og óð yfir læk-
inn á heimleiðinni frá Betaníu.
/. S. þýddi.
A: Blessaður hafðu ekki orð á því, sem
ég var að segja þér. Það er leyndarmál, sem
ég hef lofað að þegja yfir.
B: Vertu óhræddur, ég skal vera eins
þagmælskur og þú.
*
Kennarinn: Þú ert óhreinn í framan,
Kobbi. Hvað mundir þú segja, ef ég kæmi
svona óhreinn í skólann?
Kobbi: Eg væri ekki svo ókurteis að fara
að hafa orð á því.
VORIÐ 59