Vorið - 01.06.1964, Síða 20
klukkustund, en fólkið sneri sér í rúm-
unum og hét því að endi skyldi verða
bundinn á ævi þessarar skepnu, sem
gat ekki unnt þeim að sofa sínum næt-
ursvefni. Sá, sem átti bílinn, kom loks
út í flaksandi morgunslopp og inniskóm
og var argur og reiður, en um leið for-
vitinn að vita, hvað væri að bílnum
sínum. Snati fékk á eftir sér grjót og
spýtubrot, þegar hann skauzt fyrir horn,
en hversu vel sem maðurinn glápti og
góndi, þá gat hann ekki séð neitt at-
hugavert við bílinn, því að köttur frú
Petterson lá grafkyrr undir blásturs-
rörinu, og manninum datt ekki í hug
að líta eftir þar. Hann fór hálfskj álf-
andi inn úr morgupkulinu og hugsaði
með sér að nú hefði hann þó rekið
kvikindið burtu. En Snati hafði ekki
hugsað sér að láta kisu sleppa svo auð-
veldlega, og það voru ekki liðnar marg-
ar mínútur áður en allt var í sama far-
inu, kötturinn undir bílnum og Snati
gjammaði af endurnýjuðum kröftum.
Inni í húsunum dró hver um sig sæng-
ina yfir höfuð sér og vonuðu að ólæt-
in hættu, svo að þeir gætu fengið svefn-
frið, en Snata hafði ekki dottið í hug
að gefast upp og svo hélt hann áfram,
þar til kominn var fótaferðatími.
Margir voru miður sín og þreyttir
við morgunverðarborðið þennan dag.
En krakkarnir höfðu ekkert heyrt og
var ekki um allar þær hótanir, sem beint
var að Snata.
„Þessi árans hundur,“ sögðu hinir
fullorðnu. ,Það verður að gera eitthvað
til þess að koma honum í burtu. Ef eig-
andinn kálar honum ekki sjálfur, þá
verðum við að gera það.“
Þannig gengu hótanirnar fram eftir
deginum. Nokkrir hópuðust saman og
héldu fund, þar sem samþykkt var að
Teigur, sem átti byssu, skyldi finna
eigandann og fara fram á að taka dýr-
ið af lífi á stundinni.
En það kom ekki til mála fyrr en um
kvöldið. Fyrst varð Teigur að borða
miðdegisverð og þar á eftir varð hann
að fá sér ærlegan blund.
Krakkarnir komust brátt á snoðir
um, að Snati væri svo gott sem dauða-
dæmdur. Dóttir Teigs, frískleg tólf ára
táta, sem hét Kari, sagði þeim hvað
fullorðna fólkið hefði orðið ásátt um-
Hún kallaði saman krakkana, þegar hún
kom út eftir miðdegisverðinn og öllum
kom saman um, að þau þyrftu að gera
eitthvað, ef Snati átti lífi að halda.
,Við felum hann einhvers staðar,“
stakk einn upp á.
„Hvar þá?“ spurði Kari.
„Ef til vill í kjallaranum.“
„Nei, það mundi ekki koma að not-
um nema skamma stund, þeir fullorðnu
voru alltaf með nefið niðri í öllu.“
En ef þau gætu fengið eigandann til
að strjúka með hann?
„Púff,“ hvein í Kari. „Hann kærir sig
ekki einu sinni um að hafa hundinn
sinn heima á nóttinni.“
Nei, þau urðu að gera gagnráðstafan-
ir, ef þau ættu að ná rétti sínum, sagði
hún. Börnin góndu á Kari og skildu
ekki svona erfitt orð. En þegar Kari
útskýrði fyrir þeim, að slíkt samsvar-
aði því að safnast saman og fara í
kröfugöngu, voru þau ekki lengi að
sækja potthlemma og blokkflautur og
annað slíkt, sem því tilheyrði. Ásamt
66 VORIÐ