Vorið - 01.06.1964, Síða 23

Vorið - 01.06.1964, Síða 23
POTTURINN STUTT LEIKRIT FYRIR BORN Persónur: Ríki bóndinn, Kobbi, Tobba, Farandsali-Potturinn, leikið aí sama. (Barið harkalega að dyrum). RÍKI BÓNDINN: Hvað á þetta að þýða! A ég að standa hér og brjóta fin gurna á að berja að dyrurn í rnínu eigin koti. Opnið þið! segi ég. KOBBI (kemur blaupandi): Fyrirgefið búsbóndi, ég var úti í fjósi. b- BÓNDI: Ætli þú hafir ekki heldur legið í leti eins og alltaf. Eg er kom- inn til að sækja mánaðarleiguna fyrir kotið. KOBBI: Ég ætlaði einmitt að koma með hana til yðar í morgun, en hún Tobba mín var svo slæm af gigtinni sinni. BÓNDI: Svo að ég varð að korna hingað í staðinn! Fyrir bragðið verð- ið þið að greiða mér í dráttarvexti 3 snyjörskökur og 3 nýbökuð brauð. ÉOBBI: Já, en þetta hefur ekki dreg- izt .... R- BÓNDI: Engar vífilengjur, annars rek ég ykkur bæði úr kotinu. Ég hef hvort eð er ekkert upp úr því að leigja ykkur það, annað en vanþakklæti, kveinstafi og beinbrot. Ég fingurbraut mig við að þurfa að berja að dyrum 1 heilan klukkutíma, og það ber ykkur að bæta mér með fullum sekk af korni. KOBBI: Fullum sekk, já en það er aleig- an okkar Tobbu. Eruð þér alveg viss um, að fingurinn hafi brotnað. R. BÓNDI: Leyfir þú þér, bóndaræfill, að rengja búsbónda þinn? Einn fing- ur minn er hvergi nærri fullborgaður með einum sekk af korni. Það er af einskærri góðmennsku, að ég hef ekki skaðabæturnar hærri. KOBBI: Jæja, húsbóndi góður, hér er leigan af kotinu. R. BONDI: Nú — og hvar er svo smjör- ið, brauðið og kornið? KOBBI (kallar): Tobba mín, viltu koma með smjörskökurnar okkar og brauð- in. TOBBA (frammi): Hvað viltu með það, Tobbi minn? KOBBI: Ég skal segja þér það, þegar þú kemur. R. BÓNDI: Þú ætlast þó ekki til þess, að ég fari að rogast með það í fang- inu? Settu það í vagninn þinn. KOBBI: Við eigum bara engan hestinn lengur til að beita fyrir vagninn. R. BÓNDI: Þá getur þú beitt sjálfum þér fyrir. Ég sezt svo í ökumannssætið og held í taumana. TOBBA: Hér eru smj örskökurnar og brauðin, hvað villu með þau, Kobbi minn. Ó, góðan daginn, húsbóndi. VORIÐ 69

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.