Vorið - 01.06.1964, Síða 24

Vorið - 01.06.1964, Síða 24
R. BÓNDI: Láttu smjörið og brauðin út í vagninn ykkar. TOBBA: Smjörið og brauðin? KOBBI: Já, það eru dráttarvextir á mán- aðarleiguna. TOBBA: En greiðslan hefur ekki dregizt neitt — R. BÓNDI: Það er útkljáð mál, kona góð. Setjið það í vagninn. Eg skal svo losa ykkur við vagninn — KOBBI: Það er engin nauðsyn til þess — R. BÓNDI: Vertu ekki með neina hæ- versku, ég get vel gert þetta fyrir ykk- ur, fyrst þið eigið engan hestinn. Flýttu þér nú að koma þessu fyrir á vagninum. Og meðan bóndinn hleður á vagninn verður þú að hjálpa mér upp í vagninn, kona góð. TOBBA: En húsbóndi, þér ætlið þó ekki að fara upp í vagninn, þegar ekki er neinum að beita fyrir hann? R. BÓNDI: Góða kona, taktu það ekki nærri þér, þó að ég láti svo lítið að setjast upp í vagninn ykkar. En drífðu þig nú og ýttu vel undir mig. — Svona. — Af stað nú. Og reyndu að kvika dálítið. TOBBA: En Kobbi minn, þú getur ekki dregið vagninn. R. BÓNDI: Áfram Kobbi, annars verð ég að beita keyrinu. TOBBA: Þarna fer hann þá með aleig- una okkar. Við eigum þó ennþá bless- unina hana Búbót — já, og svo ættum við að hafa frið þennan mánuðinn, þar til næsta mánaðarleiga fellur í gjalddaga. KOBBI: Jæja, Tobbu-tetur, hvað var mikil mjólk í henni Búbót okkar í morgun? TOBBA: Líttu á, Kobbi minn. KOBBI: Hvað er þetta, tóm fata? Er Búbót gamla veik? TOBBA: Nei, hún er bara orðin gömul eins og við. Ekki fáum við mjólk úr henni framar. Þá getum við ekki held- ur selt mjólk, rjóma, smjör eða ost héðan í frá. Ekki veit ég, hvað um okkur verður, því að kýrin er það eina, sem við eigum. Það er ekki brauðbiti í húsinu, ekkert korn til að sá og ekki einn eyrir í kistuhandrað- anum. KOBBI: Svona, svona, Tobba mín, hertu upp hugann. Það vill okkur áreiðan- lega eitthvað til. Ég skal fara til bónd- ans og biðja hann að líða okkur um leiguna fyrir kotið dálítinn tíma. TOBBA: Nei, í guðanna bænum, gerðu það ekki, hvað sem á dynur. Hann rekur okkur bara úr kofanum, áður en vikan er liðin. KOBBI: Nei, hann fer ekki að gera það, heillin mín. TOBBA: Ekki það! Ég er hárviss um, að það er einmitt það, sem hann bíður með óþreyju eftir að gera. KOBBI: Hann lætur okkur ekki svelta, það er ég viss um. TOBBA: Svo þú heldur það. Hann hefur miklu meira en nóg fyrir sig og er þvi ekki með minnstu áhyggjur út af þvi, hvað um okkur verður. KOBBI: Hvað getum við þá gert, Tobba mín? TOBBA: Það er bezt, Kobbi, að þú farir með hana Búbót í kaupstaðinn og 70 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.