Vorið - 01.06.1964, Side 25

Vorið - 01.06.1964, Side 25
Tobba og Kobbi. reynir að koma henni í peninga. Hún var nú einhver bezta mjólkurkýr, þeg- ar hún var og hét, en það verður samt ekki mikið, sem fæst fyrir hana núna, blessunina. — Ég fer og þvæ þvottinn á meðan. KOBBI: Ég skal gera það. Hafðu engar áhyggjur, okkur leggst eitthvað til, vertu viss. — Jæja já, þá er bezt að ná í sparihúfuna, fyrst maður 'er að bregða sér þetta í kaupstaðinn. — Hver getur þetta verið, sem kemur upp tröðina og stefnir hingað? Ekki þekki ég hann. Mér sýnist þetta vera farandsali! Hvað getur hann viljað hingað? (Barið). Kominn inn! MAÐUR: Góðan dag, bóndi. Ég heyri sagt, að þú hafir kú til sölu. KOBBI: Þú hefur þá afbragðs heyrn, maður minn — og raunar satt að mæla. Vilt þú ef til vill kaupa hana? MAÐUR: Ef okkur semst um verðið. KOBBI: Hvað býður þú mér fyrir hana? MAÐUR: Pottinn þann arna. KOBBI: Hvað þá? Kýr í skiptum fyrir pott! Og það gamlan pott að auki, sýnist mér? MAÐUR: Kýrin er líka görnul, sýnist mér? KOBBI: Jú jú, satt er það. Ja, nú veit ég alls ekki, hvað ég á að gera. Ha? Eg þyrfti að spyrja konuna mína. POTTUR: Taktu mig, taktu mig, gerð’ það, flýtt’ þér! Taktu mig, taktu mig, meðan ég býðst þér! KOBBI: Hvað — hvað var nú þetta? POTTUR: Potturinn góði. VORIÐ 71

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.