Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 27
pOTTUR:
Gott er þetta. Þakk’ykkur báðum.
Pá er að lilaupa! Sjáumst bráðum!
TOBBA: Hefur þ ú nokkru sinni á ævi
þinni séð þvílíkt, Kobba-skinn. Nú er
% fyrst hlessa.
^OBBI: Lítill pottur hleypur á þrem
fótum upp tröðina, eins og kólfi væri
skotið. Ja, margur er knár, þótt liann
sé smár.
TOBBA: Við skulum lialla aftur liurð-
inni. Það er ekkert of hlýtt hér inni.
Eg skal segja þér, hvað ég held,
Kobba-tetur. Ég held, að farandsalinn
hafi verið huldumaður.
ÉOBBI: Nei, heldurðu það? Þetta var
kara alvanalegur maður.
^OBBA: Já, huldufólk kvað oft koma
°kkur þannig fyrir sjónir.
ÉOBBI: Mér fannst hann ekki vera
neinn álfur.
(Barið léttilega).
^OBBA: Hvað var þetta? Heyrðir þú
nokkuð?
KOBBI: Það var líkast því, að barið
væri að dyrum. Ég skal fara. — Nei,
n'ttu á, potturinn er kominn aftur.
POTTUR:
lak mig inn og upp á borðið.
Innihaldið trú’ ég þið borðið!
lOBBA: Hvað er í honum? — Má ég
sjá? Nýtt brauð! '
ÉOBBI: Og smjör!
^OBBA: Þakka þér fyrir, góði pottur.
PO'ITUR:
Ink mig, skúrið, skyggnið á ný!
Skutlið mér svo tröðina í!
Nuddið fastar! Núið saman!
Nú er rétt að hyrja gaman!
Á hlaðið því næst! — Þakk’ ykkur
báðum.
Þá er að hlaupa! -— Sjáumst bráðum.
KOBBI: Ég sagði þér það, Tobba mín,
að okkur legðist eitthvað til í vand-
ræðunum. Nú getum við sett ketilinn
yfir og hitað okkur kaffitár.
TOBBA: Heldur þú annars, að það sé
óhætt að borða þetta án þess að vita,
livaðan það kemur?
KOBBI: Blessuð vertu, það er öllu
óhætt, sem kemur úr pottinum góða.
Leggðu nú á borðið, meðan ég set
ketilinn yfir.
(Barið léttilega).
TOBBA: Kobba-tetur!
KOBBI: Já, hvað er það, Tohha mín?
TOBBA: Svei mér, ég held hann sé
kominn aftur. Ég heyrði alveg áreið-
anlega harið. Viltu fara og opna?
KOBBI: Sjálfsagt, góða. — Pottur litli
— ertu kominn aftur?
POTTUR:
Upp á borðið enn á ný!
Eitlhvað finnst hér innan í!
TOBBA: Það er bara heill sekkur.
KOBBI: Hvað er í honum, pottur góði?
TOBBA: Það er korn! — Sáðkorn!
Blessi þig, pottur, hlessi þig.
POTTUR:
Ekkerl að þakka. Áfram hara.
Aftur nuddið! — Fastar! Meira!
Enn á ný ég ætl’ að fara!
Ennþá hetra næst og fleira!
Á hlaðið því næst! — Þakk’ ykkur
báðum.
Þá er að hlaupa! — Sjáumst bráðum!
KOBBI: Hefur þú nokkurn tíma vitað
polli liggja svona mikið á?
TOBBA: Ónei, hins vegar hefur mér oft
VORIÐ 73