Vorið - 01.06.1964, Page 30

Vorið - 01.06.1964, Page 30
Áfcngisvarnanefnd Akurcyrar veitti þrenn bókaverðlaun í Gagnfræðaskóla Akureyrar í vetur fyrir ritgerðir um efnið: „Áfengi og skemmtanir". Þessi ritgerð hlaut 1. verðlaun. ÁFENGI OG SKEMMTANIR Eitt af alvarlegustu vandamálum æsk- unnar í dag er áfengisnautnin og skemmtanalífið. Stundum er sagt, að tómstundirnar séu gullkorn tímans, vegna þess að þeim getum við varið eftir eigin höfði okkur til gagns og gleði. Eins og eðlilegt er leitum við, sem ung erum oft á almenna skemmtistaði, þegar við eigum frí. Oftast stendur fullorðið fólk fyrir þeim skemmtunum, sem við sækjum, og það ber fyrst og fremst ábyrgð á því, hvað þar fer fram. Flest vandræði, sem fyrir koma á skemmtun- um standa í sambandi við vínneyzlu ung- linga, sem hvergi mega kaupa vín, hvað þá neyta þess á opinberum stað og for- ráðamenn skemmtistaðanna látast ekki sjá þetta, þótt þeir viti, að drykkjuskap- urinn eyðileggur skemmtunina fyrir fjölda fólks, sem vill skemmta sér án víns og hefur greitt aðgangseyri rétt eins og hinir. Það er slundum eins og þeir drukknu hafi meiri réttenþeiródrukknu, þótt þeir megi lögum samkvæmt alls ekki vera á skemmtistöðum. Astæðan fyrir þessu hörmungarástandi er kannske sú, að flestir skemmtistaðir eru reknir af fullorðnu fólki, sem mest hugsar um að afla fjár, en lítið kærir sig um á hvern hátt það er gert. Mér finnst, að vín- neyzla og skemmtun geti aldrei farið saman. Gleðin, sem vínið vekur er ætíð fölsk og verður oft að ævilöngu böli og eymd. Þetta vita allir, þótt þeir viður- kenni það ekki. Hefur nokkur talið það Jífsnauðsyn, að maður væri drukkinn við vandasamt verk t. d. við uppskurð eða flugstjórn? Nei, en það er talið lífs' hættulegt. Það er líklega ekki rétt að líkja skemmtununum við þessi vanda- sömu störf, en það getur líka verið mikið í húfi, þegar vel er að gáð. Fólk hefui slasazt alvarlega og jafnvel týnt lífinu vegna drykkj u á skennntistað, en það ei' þó algengara að Bakkus ræni menn vit- inu. Það er hræðilegt, þegar tómstund- unum, þessum gullkornum tímans, ei sóað í svall, sem veldur sorg og böli i stað þess að njóta þeirra við skemmtanir og störf, sem skapa hamingju og gleði- Bryndís Tryggvadóttir. 16 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.