Vorið - 01.06.1964, Qupperneq 33
Hún svaraði hrærð: „Já, svo sannar-
^ega. Hún skal fá heiðurssætið. Hún
rnddi eitt hornið á skrifborðinu sínu og
k°m þar hátíðlega fyrir gjöf handa
J anis.
I miðjum desember mánuði jókst enn
tala hvítu blóðkornanna og dr. English
sagði, að það væri nauðsynlegt að rann-
saka beinmerginn á nýjan leik. Janis
fölnaði við fréttirnar. „Ó, nei, pabbi,“
Sagði hún og í fyrsta sinn sýndi hún
hræðslumerki. „Ég get það ekki. Ég get
það ekki.“
Rudy hélt henni fast að sér. „Ég held
Samt sem áður, að þú getir þetta, Janis,“
Sagði hann blíðlega,“ aðeins ef þú trúir
°S sýnir hug og dug.“
Hún losaði sig með hægð úr faðmlög-
föður síns og spurði Dr. English og
systur Jessamyn, hvort þau vildu gera
kenni þann greiða að ganga andartak
úr herberginu. Janis kraup á her-
ergisgólfið í sjúkrahúsinu og baðst
fyrir. Hún bað guð um kraft til að linna
kinar miklu þjáningar. „Ég veit það,
Sóður guð; að þetta er nauðsynlegt, ef
eg á að ná fullri heilsu, en ég þarfnast
Þiu, máttar frá þér.“
Faðir hennar gekk brott í skyndi til
l>ess að hún sæi ekki tárin í augum
kans.
Um jólin varð ekki betur séð en að
enni versnaði enn. En Janis sýndi
°rki þreytu né sársaukamerki. Hún
'ílr óbifanleg: Á hverjum degi brauzt
nn yfir alla snjóskaflana í skólann, en
°ddy varð oft að hjálpa henni á leið-
1,1 ni heim. Hún hafði mikið fyrir jóla-
gjafakaupunum: Hún valdi snyrtisett
fyrir mömmu sína, vasaklútasett fyrir
pabba sinn, leikföng handa krökkunum.
Roddy átti að fá pennastokk og Char-
main hárnælu með glitrandi pallíettum,
en nú var hún orðin nægilega stór til
að bera slíkt djásn.
Á aðfangadagskvöld fóru foreldrar
hennar til aftansöngs, en þegar þau komu
heim, var Janis vakandi og spjallaði við
barnfóstruna. Hún var svo hamingju-
söm og skreytta jólatréð átti hug henn-
ar allan, svo að þau höfðu ekki brjóst
í sér til að láta hana fara að hátta. En
eftir nokkrar mínútur fann hún til mik-
illar ógleði, svo að hún tók inn pilluna
sína orðalaust, og lét föður sinn bera
sig í rúmið.
Snemma næsta morgun var hún hress
og endurnærð, eins og hún hefði aldrei
kennt sér neins meins, og tók upp jóla-
gjafirnar sínar ásamt systkinum sínum.
Hún varð hugfangin af ljósbláa kjóln-
um, sem foreldrar hennar gáfu henni,
og pilsinu og prjónajakkanum, sem kom
frá ömmu. Auk þess fékk hún litla
brúðusaumavél, nýja vatnsliti, handa-
vinnuefni og margar bækur. Þegar hún
sat þarna á gólfinu, umkringd gjöfum
og jólaskrauti, varð henni að orði: „Ég
mun aldrei nokkurn tíma lifa önnur
jafn dásamleg jól.“
„ÉG VERÐ AFTUR HEIMA
EFTIR VIKU.“
Nokkrum vikum síðar fann Janis
skyndilega til mikils sársauka í hryggn-
um. Var hún þá stödd í kennslustund í
skólanum. Hún gaf frá sér lágt hróp og
hún leit skyndilega í kringum sig í
VORiÐ 79