Vorið - 01.06.1964, Síða 36

Vorið - 01.06.1964, Síða 36
KATTAKONGUR ENSKT ÆVINTÝRI í litlu og laglegu húsi, með grænum gluggahlerum og rauðum vafningsrós- um, er uxu upp með veggjunum, bjuggu ungur maður og ung kona. Maðurinn átti tvo hunda, og konan átti einn lítinn fugl, sem hún hafði í logagylltu búri. En að öðru leyti var allt heldur fátæk- legt inni hjá þeim. Hjá þeim var gömul kona, sem hjálpaði við húsverkin. En unga konan vann allskonar verk, sem fyrir komu á heimilinu. Unga mannin- um þótti eins vænt um hana, og hún hefði verið rík og fögur prinsessa. Svo var það einu sinni þegar konan stóð við eldavélina, og var að sjóða mjólkurgraut, að hún heyrir ákaft katt- armjálm úti fyrir dyrunum. Ekki eins og vanalegt, meinlaust mjálm, heldur var það líkara ákveðinni skipun. Henni heyrðist það eins og sagt væri: Hleyptu mér strax inn, mér er svo kalt. Þetta er undarlegt, hu-gsaði konan. Það er alveg eins og að kötturinn sé að skipa. Hún fór svo og opnaði hurðina og sagði um leið: „Gjörðu svo vel, litli kisi, og komdu inn, og vermdu þig við ofninn.“ En það lá við að hún sæi eftir gest- risni sinni, þegar hún sá köttinn, því að hann var alls ekki lítill. Það var reglulegur risaköttur, kolsvartur, vaeS græn augu, og mjög loðið skott. Hann strauk sér þó vingjarnlega upp að henm og hún sá um leið, að hann var me# ljótt sár á hálsinum. „Nú! Sá, sem hefur farið svona þig, hefur ekki viljað þér vel.“ sagði hún. „Komdu og lofaðu mér að þv° upp þetta ljóta sár.“ Það var eins og kötturinn skildi, hvað hún sagði, því að hann leit vinalega a hana, og sagði „mja-á.“ Og svo urraði hann, og hún skildi það, að urrið var ekki meint til hennar, heldur til óvin- arins, sem hafði bitið hann í hálsinn- Þegar konan hafði lokið við að þv0 sárið, gaf hún kettinum volga mjólk að drekka, og ætlaði svo að hle)'pa honum út aftur. En hann vildi ekki fara út, heldur fór hann upp í ofnkrók- inn, þar sem stóll húsbóndans stóð, stökk upp í stólinn og hagræddi sér þar inak' indalega. Þegar unga konan sá, að hanö vildi ekki láta reka sig út, hugsaði hun að það væri bezt að lofa honum liggja um stund og hvíla sig. Fuglabur- ið tók hún og bar inn í aðra stofu, þvl að hún var hrædd við slóttugheit katt- arins. Kötturinn leit á hana með fyrirlitn' ingu, og henni fannst hún heyra út ur mali hans, að hann segði: ,Jœja> ÞU 82 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.