Vorið - 01.06.1964, Side 42

Vorið - 01.06.1964, Side 42
fund sinn næsta dag; skyldi liún hvorki koma gangandi, akandi né ríðandi, hvorki klædd né óklædd, fara götuna og ekki fara götuna, og loks skyldi hún færa sér gjöf, er engin gjöf væri. Veslings djákninn hafði gert sér vísa von um að verða tengdafaðir keisarans úr því fyrri þrautin var svo vel af hendi Ieyst. Nú þóttist hann því illa svikinn, enda þótt hann þyrði ekki að láta á því bera, og þjarkaði hann heim á leið í þungu skapi. Sagði hann við dóttur sína, að nú væri útséð um að hún kæmist í drottningarsessinn, því að svona afkára- legum kröfum væri engum lifandi manni unnt að fullnægja. En hún bað hann ekki bera, neinn kvíðboga fyrir því; hann skyldi fara að hátta og láta sig um að ráða fram úr þessu vandkvæði. Morgun- inn eftir var hún snemma á fótum og bjóst til ferða. Fyrst fór hún úr öllum fötunum og óf um sig þéttriðnu neti, tók síðan tvær hýflugur úr búflugna- búrinu og lét þær í litlar öskjur; að því búnu gekk hún til geitahúss föður síns, lagði band við eina geitina, sté öðrum fæti á hrygg henni og hoppaði á hinum á veginum. Þannig hélt hún leiðar sinn- ar, unz hún kom að höll keisarans. Þar var keisarinn fyrir með alla hirð sína og fagnaði henni með mestu virktum. Hún gekk einarðlega fyrir hann og rétti honum öskjurnar; kvað þar í gjöf sína. Keisarinn forvitnaðist þegar í öskjurn- ar, en óðar en hann lauk upp lokinu, flugu býflugurnar burtu. Varð hann þá frá sér numinn af undrun og mælti: „Vissulega áttu skilið að ég geri þig að drottningu minni, því að jafnvitra konu hef ég aldrei fyrir hitt. En því verðurðu að lofa mér að blanda þér aldrei í stjórn- arstörf mín, heldur gæta þíns verka- lirings eins og ég mun gæta míns.“ Mær- in lofaði þessu. Gerði þá keisarinn brúð- kaup til hennar með mesta veg og við- höfn. Leið svo fram um hríð, að keisari taldi sig gæfusamastan allra giftra manna. Þá var það einn dag, að tveir menn komu til hallarinnar og ætluðu að leggja mál sitt undir úrskurð keisarans. Þeir höfðu orðið samferða til kaup- stefnu í borginni; ók annar með kúm fyrir vagni sínum, en hinn með tveim hryssum, og fylgdi folald annarri hryss- unni. Á leiðinni gistu þeir báðir á sama stað; en er þeir vitjuðu eykja sinna að morgni, lá folaldið hjá kúnum. Þóttist þá sá, er kýrnar átti, eiga þetta fol- ald, en hinn, er með hryssurnar íór, fullyrti að það væri folaldið sitt. Voru þeir lengi að þrátta um þetta, en loks urðu þeir ásáttir um að bera það undir keisarann. En nú vildi svo til, að keisarinn vai' ekki heima, er þeir komu til hallarinnar, og lét drottning þá bera upp fyrir sér deiluefni sitt. Þegar þeir höfðu lokið frásögn sinni, rak drottning upp skelli- hlátur og mælti: „Verið óhræddir, keis- arinn mun eflaust skera úr deilu ykkar þegar hann kemur heim; hann er sem stendur úli á skógi að skjóta þorska! Mennirnir skildu ekkert í orðum og at- ferli drottningar, og spurði kúaeigand- inn, hvort hennar hátign þóknaðist að gera gys að þeim. „Sussu, nei! En fyrst þú heldur að kýrnar þínar geti átt folöld, þá áttu lík- lega hægt með að trúa því, að maður- 88 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.