Vorið - 01.06.1964, Qupperneq 43
11111 minn sé að skjóta þorska úti í
skógi!“
Maðurinn skammaðist sín, játaði að
atln hefði á röngu að standa og snaut-
aði burt.
En er keisarinn kom heim og varð
þess vísari, að drottning hefði skorið úr
að sér fornspurðum, varð hann
f°kvondur og skipaði henni að verða
kurt ýr jj-p gjnnj jjjg' hráðasta; hún
^efði rofið heit sitt og gæti því ekki
verið sín kona lengur.
»Þessu hafði ég búizt við,“ anzaði
^rottning, „og mun ég þegar á morgun
verfa heim aftur til foreldra minna.
^11 þess vildi ég biðja yður, herra, að
Pér leyfðuð mér að hafa það heim með
lller> sem mér þykir vænst um.“
^eisarinn leyfði henni það. Um
völdið tók liún nokkrar svefnjurtir og
landaði í drykk keisarans. Rann þá á
ann þungur svefnhöfgi. Lét hún nú
1 l°na sína búa um hann í vagni, er var
til taks í hallargarðinum, og ók svo með
hann heim til foreldra sinna.
Morguninn eftir er keisarinn vaknaði,
varð liann næsta forviða; hann sá að
hann var kominn í fátæklega baðstofu
og stóð kona hans við rúmstokkinn.
„Hver hefur flutt mig hingað?“ spurði
hann byrstur.
„Það hef ég gjört,“ svaraði hún.
„Hvernig gaztu dirfzt þess? Eða hef-
ur þér ekki skilizt að ég vil ekkert liafa
með þig framar?“
„Jú, herra. En þér leyfðuð mér að
hafa burt með mér það sem mér þætti
vænzt um, og það hef ég gert. Þér vitið
að ég ann yður fremur öllu öðru á jarð-
ríki.“
Þegar keisarinn heyrði þessi orð konu
sinnar, faðmaði hann hana innilega að
sér. Oku þau síðan bæði saman aftur til
hallarinnar. Og eftir það lifðu þau lengi
í ástríku hjónabandi, þar til dauðinn
gerði enda á sælu þeirra.
Björn Bjarnarson frá Viðjirð'i þýddi.
Fyrir skömmu var biskupinn yfir
Islandi á yfirreið i sveit einni og kom
meðal annars í litla kirkju, þor sem
hann messaði, en á eftir talaði hann
sérstaklega við börnin. Hann lagði
fyrir þau margar spurningar og með-
al annars þessa: Hvenær finnst ykk-
ur þið hafa mesta þörf á að biðja
til guðs? Margar hendur voru á fofti
og ýmis svör bórust, t. d. „ó morgn-
ano", „ó kvöldin", ,þegar mér liður
illa" o. s. frv. Drengur einn i kirkj-
unni hafði aldrei rétt upp hönd og
tók ekki þótt í umræðunum. Biskup
gcngur til hans og spyr: „Hvenær
finnst þér að þú hafir mcsta þörf fyr-
ir að biðja til guðs?" Drcngurinn svar-
ar skjótlega: „Þegar mér dettur eitt-
hvað Ijótt i hug."
Hvað segið þið um þetta, kæru
lcscndur „Vorsins"?
VORIÐ 89