Vorið - 01.06.1964, Page 46

Vorið - 01.06.1964, Page 46
MINNISSTÆÐUR ATBURÐUR Atburður sá, sem ég ætla að skrifa hér um gerðist fyrir tveimur árum. Eg var búin að vera í sveit í sumarbústaðnum okkar mest allt sumarið, en nú ætlaði ég að fara að halda heim og liafði ég hlakkað mikið til. Mest hlakkaði ég til að komast í sund og það var líka mitt fyrsta verk, þegar ég kom í bæinn að grípa sundfötin mín og hlaupa upp í sundlaug. Ég snaraðist úr föt- unum og kastaði mér út í laugina. Mikið var nú gaman að busla í vatn- inu. En ánægjan stóð ekki lengi, því að ég vissi ekki fyrr en vatns- fata hálffull af vatni, kom fljúgandi í nefið á mér. Ég greip um nefið, því að ég hélt að þáð hefði brotnaÖ- En það var ekki rétt heldur var þai' stærðar skurður, sem blóðið foss- aði úr. Ég flýtti mér upp úr og hljóp til varðarins. Hann setti plástui' a skurðinn, en blóðið hélt áfram renna og þannig hljóp ég alla lei® heim í eldhús til mömmu. Henm leist nú ekkert sérstaklega vel a mig, þegar ég kom inn grátandi og / blóðug. Mamma hringdi straX 1 pabba og bað hann að fara með mig upp á sjúkrahús. Hann gerði þa® og læknirinn setti þrjú spor í nefiö á mér og auk þess rautt joð og miki® af plástri. Eftir aðgerðina var eg alveg eins og grýla útlits. ÞannJg varð ég að fara í skólann, því þetta skeði rétt fyrir skólasetninguna og 92 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.