Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 48

Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 48
BÓKARKAFLI •••••••••••••••••••••••« Hér kemur annar bókarkaflinn og eíga lesendur a3 finna úr hvaða bók hann er og senda Vorinu róðninguna fyrir 1. sepfember næsfkomandi. Bókarverðlaun verða veitt og dregið úr réttum svörum. •••••••••••••••••••••••« Ég heyrði að dyrnar uppi á þil- fari voru opnaðar, og einhver gekk niður stigann þungum skrefum. En ekki gat ég gizkað á hver það vœri. Þegar hann kom að káetudyr- unum, nam hann staðar og kom ekki inn. Mér þótti hann hafa nokkuð hátt um sig. Hann stapp- aði niður fótunum og barði þeim í dyrastafinn af öllu afli. Ég varð skelkaður og skildi ekki, livað um var að vera. Þá kom stýrimaður inn, og brá mér í brún, er ég sá hann. Hann var í þyjckum vetrarfötum og með BRÉFASKIPTI Védís Gunnarsdóttir, Ytri-Ásum, Skaft- órtungu, V.-Skaft. (12—14). Fröydis Tennfjord, Fjölvika, Namdalen, Norge. (13—14). svarta kuldahúfu á höfði, svo stóra, að ekki sást netna nefið og augun af andliti hans. A liöndum hafði hann stóra íslenzka belg- vettlinga, auk þess var hann í hái- stígvélum, sem náðu upp á milt lœri. Ég skildi undir eins, að stórhríð liafði verið úti. Stýrimaður stóð stundarkorn þegjandi og horfði á mig. Hann var engu líkari en snjókerlingu. Loks tók liann af sér húfuna og vettlingana og rétti mér höndina brosandi. „Góðan daginn, Nonni litli. Ég vona, að þú hajir ekki orðið hræddur við mig.“ „Ekki beinlínis, en mér varð þó hálfhverft við, þegar þér komuð.“ „Aumingja Nonni,“ sagði. hann vingjarnlega. „Þú hefur verið svo einmana og yfirgefinn síðustu dagana og ekki vitað, lwað frarn fór.“ ★ V Kaupendur Vorsins eru beðnir geriða blaðið sem fyrst. Þægilegast er « senda greiðsluna í póstóvisun. 94 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.