Vorið - 01.09.1966, Síða 11

Vorið - 01.09.1966, Síða 11
n°kkrum bjálkahúsipn þar rétt hjá. Hann beygði heim að húsunum, sem næst voru og barði þar að dyrum. En kraftar hans voru nú alveg þrotnir og Þegar dyrnar opnuðust, hneig hann nið- Uri án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér. Þegar inn var komið, fékk hann brenn- íieitt kaffi, sem hressti hann svo að hann gat sagt frá, hvað á daga þeirra Hreds hafði drifið. Þeir félagar voru nú látnir hátta ofan 1 heit rúm og næsta morgun var þeim ekið til lítils járnbrautarþorps þar skammt frá. Þar gengu þeir undir lækn- ■isskoðun, sem sagði að Fred hefði feng- ið magnaða lungnabólgu, og var honum samstundis ekið á sjúkrahúsið. Bob hélt ahur til á litlu gistihúsi, en þangað i^öfðu skógarhöggsmennirnir farið með hann. Hann þarfnaðist aðeins hvíldar °g matar. Nokkrum dögum síðar var Bob búinn ná sér. Hann símaði til sjúkrahúss- lns og spurði um Fred, en honum var þá sagt, að hann hefði verið fluttur heirn sín í Calzary. Suniarið var liðið og hinn langi og Harði vetur var á næstu grösum. Bob Hafði aðeins fengið vinnu í einn mánuð aHt sumarið. Nú gekk hann í þungum ^Ugsunum eftir veginum, sem lá til Cal- Zary. Bíll þaut framhjá og þyrlaði upp 'ykinu í kringum sig. En eftir litla stund nam hann staðar og maður steig út úr i’ílnum og kom í áttina til hans. Bob f'élt að hann ætlaði að leita upplýsinga Um leiðina framundan, eða eitthvað slíkt. „Jæja — er það sem mér sýnist, að þetta sé Bob? Þekkir þú mig ekki?“ — Þetta var Fred. Hann þrýsti hönd Bobs með innilegri gleði og fögnuði. „0, ég er búinn að leita þín svo lengi. Ég hef þráð svo að sjá þig. Sjáðu hérna,“ sagði Fred og dró Bob í áttina til bílsins, þar sem ókunn kona stóð og beið þeirra. „Þetta er Bob, sem við höfum talað svo mikið um,“ sagði Fred. „Þetta er Mary, hún hefur verið konan mín í einn mánuð,“ bætti hann við um leið og hann ýtti Bob inn í bílinn. Þegar þau komu til bæjarins, beygði Fred inn á hliðargötu og Bob sá skraut- hýsi eitt framundan. „Jæja, hér búum við nú,“ sagði Fred. „Pabbi gaf okkur bifreið í brúðkaups- gjöf, en ég varð að lofa því að hætta mér aldrei aftur norður í eyðimörkina.“ Það fyrsta, sem Fred sýndi Bob, voru hinir þrír hundar, sem hann hafði sjálf- ur sótt, þegar hann var orðinn frískur. Það komu tár í augun á Bob, þegar hann talaði við hundana og sá, að þeir þekktu bann aftur. Það var þó þrátt fyrir allt þessum þolgóðu dýrum að þakka, að þeir félagar sluppu lifandi úr eyði- mörkinni. Þjónarnir litu undrandi á Bob og Fred, þegar þeir fóru inn í hið skraut- lega hús. En þeir komust brátt að raun um, að þetta var enginn flækingur, eftir þeirri virðingu, sem húsbændurnir sýndu honum. Eitt kvöld sagði Fred: „Heimili mitt stendur þér að sjálfsögðu alltaf opið. En ég geri ráð fyrir, að það verði til- breytingarlítið fyrir þig að vera hér. VORIÐ 105

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.