Vorið - 01.09.1966, Síða 16

Vorið - 01.09.1966, Síða 16
að fara með byssu fyrr en ég væri 12 ára. Og þegar ég fengi byssu ætti ég að byrja á því að æfa mig á því að skjóta lævirkja. Það var fullt af lævirkjum heima. A sólskinsdögum svifu þeir í þúsundatali hátt í lofti, og söngur þeirra hljómað.i eins og fjarlæg klukknahring- ing. Eg skoðaði þá sem mína eign og byrj- aði að sigta á þá með priki, þegar þeir svifu yfir, tvo til þrjá metra yfir jörðu, þar til þeir hurfu í runnana. En dag nokkurn, þegar við vorum á veiðum, kom fyrir atvik, sem varð ör- lagaríkt fyrir væntanlega veiðimanns- frægð mína. Við vorum staddir við runna í útjaðri á kornakri, þar sem akurhænur voru vanar að halda sig. Allt í einu reisti Tryggur sig. Fyrir framan okkur var akurhæna. Hún flögr- aði einkennilega með jörðu, og snerti jörðina við og við eins og hún væri vængstífð. Tryggur hljóp á eftir henni, því var hann þó ekki vanur, þegar fugl- ar flugu upp á venjulegan hátt. Faðir minn gat ekki skotið, hann gat átt það á hættu að hitta hundinn. Þá gerði Tryggur allt í einu stökk, greip akur- hænuna í kjaftinn og lét hana niður fyrir framan pabba. „Hvað var að akurhænunni, pabbi? Var hún særð?“ „Nei,“ svaraði hann. „Hún á senni- lega hreiður með ungum hér nálægt, þess vegna lézt hún vera særð, til þess að hundur.inn elti hana, svo að hann 'fyndi ekki hreiðrið. Ef Tryggur hefði ekki verið svona snar, þá væri hún nú flogin út í buskann, og þá hefðum við hvorki fengið hana né ungana.“ „Hún var þá alls ekki særð?“ „Nei, ekki fyrr en Tryggur náði henni. Nú er ekkert við því að gera.“ Ég beygð.i mig yfir akurhænuna. Hún lá í grasinu, og svörtu augun hennar störðu á mig. Ég varð allt í einu grip- inn af innilegri meðaumkun. Mér fannst ég geta lesið hugsanir hins dauða fugls út úr augunum. Hvers vegna á ég að deyja nú? Hvers vegna? Hvað hef ég gjört? Ég reyndi aðeins að bjarga ung- unum mínum með því að narra hund- inn burt! Ég hef aðeins gert skyldu mína. A ég þess vegna að deyja? Hvers vegna deyðið þið mig? „Heyrðu, pabb,i,“ sagði ég og gældt við fuglinn. „Getur hann ekki lifað?“ „Nei,“ sagði hann. „Hann hefur lok- ið því að reyna að leika á veiðihund- Líttu á hann. Eftir svolitla stund krepp" ir hann tærnar og skelfur, svo lokaf hann augunum og deyr.“ Faðir minn hafði rétt fyrir sér. Þegar augun brustu, fór ég að gráta. „Hvað er að þér, drengur?“ spurði pabbi brosandi. „Hann ætlaði að vera kænn, en það kostaði hann lífið. Akur- bænurnar leika ekki á Trygg.“ Pabbi ætlaði að láta akurhænuna 1 lösku sína, en ég bað hann um að gefa mér hana. Eg tók hana gætilega upp og andaði á hana, en vonin um, að hún lifnaði aftur, slokknaði brátt. „Þella er þýðingarlaust,“ sagði pabbi- Þú vekur hana ekki aftur til lífsins- Sjáðu hvernig hausinn lafir máttlaus niður.“ Ég tók gætilega í nefið og lyfti henm u|jp, en um leið og ég sleppti, þá féU það roáttlaust niður. 110 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.