Vorið - 01.09.1966, Side 24
Og svo tekur hann ákvörðun að reyna
og byrjar.
Hann stingur hækjunum íast niSur
og vegur sig upp. Hann nær fótfestu
nokkuS hærra uppi, réttir sig upp og
dregur hækjurnar eftir sér.
Hann blæs áSur en hann tekur næsta
skref, og þegar hann er búinn meS þaS
þriSja, sitja svitadropar á enninu á
honum. Hann þorir ekki aS horfa nið-
ur og heldur ekki upp. Hann starir aS-
eins inn í fjalliS eins og hann sé aS
athuga, hvort hann geti tekiS fleiri skref.
Hvort hann sé nógu sterkur. Hann
þekkir eina, sem er sterk, og þaS er
Anna frænka. Og meSan hann mjakar
sér hærra og hærra, hugsar hann um
hana. Einu sinn.i lyfti hún stórri trérót,
sem var í vegi fyrir henni. Kindur
hreyfa sig ekki í fangi hennar, þegar
hún klippir þær. Kýr og stórir kálfar
hlýSa henni einnig. Oft hafSi Aki séS,
aS hún hélt fast, þegar LúSvík varS aS
sleppa.
Hann er orSinn gegnblautur af svita
og titrar allur. Hann hefur fengiS góSa
fótfestu langt uppi í fjallshlíSinni og
hvílir sig á hækjunum og finnur hvern-
ig andardrátturinn og æSaslögin verSa
rólegri.
Hann mjakast enn áfram hærra og
hærra. FjalliS er brattara en hann átti
von á og enn sér hann ekki upp á tind-
inn. Hann þorir ekki aS horfa niSur, en
veit, aS hann er kominn talsvert hátt. —
Og svitinn brýst fram á enninu á hon-
um.
ÞaS veltur á því að vera harður og
seigur — og sterkur. Og hann er ef-
laust sterkari en hann hefur sjálfur álit-
iS, því aS þetta gengur -— honum miSar
áfram.
Hann sér Onnu fyrir sér. Hún hefur
gefiS í fjósið og hefur fjósasvuntuna.
Hún ber stóra mjólkurfötu í hvorri >
hendi. En hún fjarlægist smám saman,
um leiS og hún segir, aS hann megi ekki
gefast upp, ef hann ætli að fylgja henni.
A næsta andartaki er eins og Anna
sé fyrir framan hann og yfir honuin.
Hann verSur ákafari og ákafari. BlóSið
slær örara og örara í æðunum. ViS og
við hvilir hann sig til að blása mæðinni.
Hann flytur hækjurnar og verður
kærulausari meS það hvar hann setur
þær. Og þá gerist það. Honum sortn-
ar fyrir augum og á næsta andartaki
finnst honum, að það sé Anna sem hrap-
ar og hann fái alla mjólkina yfir sig. -—
En það er hann sjálfur sem rennur, af ’
því að önnur hækjan hefur svikið. Og
svo veit hann ekkert annað en að hann
missir meðvitund.
Hann liggur þarna eins og hann sé
dauður. Allt, sem hann á af hugsun og
meðvitund er horfið. Hann veit aðeins,
að nú hefur það gerzt, sem Anna og
Lúðvík hafa hrætt hann á öll þessi ár.
— Hann hefur hrapað. Hann hefur dott-
ið langt uppi í fjallshlíðinni, og meitt
sig mikið. Aður hefur hann ekki haft
neina tilfinningu í vinstra fæt,i. Nú finn-
ur hann heldur ekki neitt til hins, eða ,
handleggjanna, eða annarra líkamshluta.
— Svona hlaut það að fara, fyrst hann
vildi ekki hlýða Onnu og Lúðvíki.
Hann liggur þarna og ekkert gerist.
Hann verður var við að sólin skín ein-
hvers staðar, svo að það glampar á
118 VORIÐ