Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 26
þau sjá Áka næstum uppi á brún á
Bröttubrekku.
— Halló, halló, svara þau á móti, og
stefna til hans og feta sig upp brekk-
una. Áka finnst þau vera svo hlægilega
lítil meðan þau eru lengra burtu. En
þau nálgast óðum.
— Hvernig liefur þú komist hingað
upp?
Agnar frá Gelmói stendur þarna blóð-
rjóður í framan og lafmóður, og þurrk-
ar svitann af enninu.
— Hvernig hefur þú komist hingað
upp?
Það er reiðitónn í svari Áka, eins og
hann sé gramur yfir einhverju, og Agn-
ar hreyfir sig aðeins til og lítur til hinna,
sem koma á eftir honum.
— Við ■—- við göngum, svarar hann
að lokum.
— Það geta aðrir líka gert.
Áki segir ekki meira. Það er bezt, að
þeir komist að því sjálfir, hvað hann á
við. En það virðist ekki vera auðvelt.
Þeir standa þarna og glápa, eins og þeir
skildu ekki neitt í þessu. Þá áttar hann
sig á, að það eru blóðblettirnir, sem
þeir horfa á, rifnu buxurnar og óhrein-
indin á honum.
— En ég gekk of hratt og það borgar
sig ekki, bætti hann við. Svo horfir hann
niður á fötin sín og brosir, og þá Jrora
hinir líka að brosa.
— Húrra fyrir Björndælingum, kall-
ar hann glaðlega, því að hér hefur hann
alla sína félaga. Þeir eru komnir til að
vera með honum og nú skal verða gam-
an — Þarna eru allir knattspyrnudreng-
irnir í kringum hann. Kafrjóðir og móð-
ir bíða þeir eftir, að hann segi meira,
og hann skilur hvað þeir vilja ræða um.
■—• Það er ekki nein ástæða til að
þakka þeim þetta, segir hann. Auðvitað
á hann við Valladrengina, og allir eru
þeir sammála þessu. Svo ræðir hann uffl
alla fletina, sem þeir hafa neðan við bæ-
inn. Svo lýsir hann ástandinu í Bjarn-
ardal, þennan litla flöt, sem þeir hafa
lil æfinga með trjástubbum og steinum
og áin fast við, sem tekur knöttinn, ef
hann lendir í hana.
Áki er ákafur meðan hann talar, og
vekur áhuga hjá hinum. Hann teiknar
myndir í loftið með hækjunni og gerir
Jaetta allt meira lifandi. Nú ræddi hann
um leikvanginn.
— En þetta eru eng.in vandræði fyrir
okkur, sem höfum Móinn, ef við bara
ryðjum hann.
— já, segja hinir, eins og þeim hafi
aldrei komið þetta í hug áður.
— Og búninga og rétta skó verðum
við að fá okkur, bætir hann við.
— Já, já.
— Og búningsklefa, lítið hús með
skorsteini og ofni.
— Já, já.
Áki talar stanzlaust og hinir hlusta
á hann, ákafir. Hugarflugið er mikið,
og allt er þetta svo auðvelt, meðan hann
talar um það. Það liggur þó ljóst fyrir,
að Jjeir verða að fá góðan leikvang, og
Jieir verða að byggja lítið búningshús
og þeir verða að fá —--------
Á meðan kemur maður á skyrtunni
nær þeim. Það er Lúðvík frændi. Hann
sér ekki skýrt hverjir eru uppi í brekk-
unni, það líður nokkur stund, þangað til
hann sér þann, sem hann leitar að, en
J)á snýr hann við og hverfur aftur.
120 VORIÐ