Vorið - 01.09.1966, Síða 36

Vorið - 01.09.1966, Síða 36
ÓSKAHRINGURINN Ungur bóndi, sem átti í hálfgerðu bazli með búskapinn, var eitt sinn að plægja á akri sínum. Hann nam staðar eitt andartak, til þess að þurrka svitann af andliti sínu. í sama bili bar þar að gamla norn, og hún sagði: „Hví ertu að strita svona að engu gagni? Gakktu tvo daga beint af augum, þangað til þú kemur að stóru grenitré, sem stendur eitt sér í skóginum og gnæfir upp yfir önnur tré. Þetta tré skaltu fella og þá mun þér vegna vel.“ Bóndinn lét ekki segja sér þetta oftar en einu sinni, en tók öxi sína og hélt af stað. Eftir tvo daga fann hann grenitréð. Hann réðst þegar í að fella það, og það valt um koll, og ofan úr hæsta toppnum datt hreiður með tveimur eggjum í. Egg- in ultu til jarðar og fóru í mola. Kom þá út úr öðru egginu ungur örn, en í hinu lá lítill gullhringur. Orninn óx og óx, unz hann var orðinn á stærð við mann. Hann skók vængina, og vildi reyna, hvað þeir þyldu, hóf sig lítið eitt frá jörð og sagði: „Þú hefur leyst mig úr álögum. Þigg þú af mér hringinn í launaskyni, sem var í hinu egginu. Það er óskahringur. Ef þú snýrð honum á fingri þér og ósk- ar þér einhvers um leið, mun það þegar rætast. En það er aðeins ein ósk í hringn- um. Þegar þú ert búinn að óska þér hennar, þá missir hringurinn allan undramátt og verður að venjulegum hring. Hugsaðu þig þess vegna vel um> áður en þú óskar þér einhvers, svo að þú þurfir ekki að iðrast neins.“ Að svo mæltu hóf örninn sig í háa loft> hnitaði marga og stóra hringi yfir höfði bóndans og sveif svo burt í austur. Bóndinn tók hringinn, dró hann á fingur sér og hélt heimleiðis. Um kvöld- ið kom hann til borgar einnar. Þar rakst hann á gullsmið, sem ’hafði á boðstóluni sæg af dýrum hringum. Bóndinn sýndi honum hring sinn og spurði hann, hvers virði hann væri. „Varla eyris virði,“ sagði gullsmið- urinn. Þá hló bóndi og sagði honum, að þetta væri óskahr.ingur og meira virði en allir hringarnir, sem hann ætti. Gull- smiðurinn var refjakarl og þorpari. Hann bauð honum að gista hjá sér og sagði: „Það er gæfumerki að hýsa menn eins og þig. Vertu hjá mér.“ Hann veitti honum vel, sparaði hvorki vín né vinmæli, en um nóttina, er bónd- inn svaf, dró hann hringinn af hendi hans og dró á fingur hans venjulegan hring af sömu gerð. Næsta morgun gat gullsmiðurinn varla beðið þess, að bóndinn færi af stað. Hann vakti hann í bítið og sagði; „Þú átt langa leið fyrir höndum, þét veitir því ekki af að hugsa til heimferð- ar.“ Jafnskjótt og bóndinn var úr augsýn> skundaði gullsmiðurinn inn í stofu sína> 130 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.