Vorið - 01.09.1966, Qupperneq 38

Vorið - 01.09.1966, Qupperneq 38
okkur um nokkuð? Hefur ekki allt bless- ast og dafnað hjá okkur, síðan við eign- uðumst hringinn, svo að alla rekur í rogastanz. Vertu róleg. Þú getur velt því betur fyrir þér, hvers við eigum að óska.“ Svo var ekki rætt um þetta frekar, það var líka í raun og veru því líkt sem hamingjan hefði haldið innreið sína á heimilið, þegar hringurinn kom. Hlöð- ur og forðabúr urðu fyllri ár frá ári og eftir mörg ár var fátæki bóndinn orð- inn stór og mikill bóndi, sem vann með hjúum sínum frá morgni til kvölds eins og hann ætlaði að leggja undir sig heim- inn. En eftir vinnutíma sat hann ró- legur og ánægður fyrir utan bæjardyrn- ar og ræddi við náungann og aðra, sem að garði bar. Svona liðu árin eitt af öðru. Ein- stöku sinnum bar það við, þegar hjón- in voru ein, að konan minnti mann sinn á hringinn og stakk upp á hinu og þessu. Hann svaraði þá jafnan, að ekki lægi á og alltaf kæmu manni beztu ráðin í hug síðast. Þetta varð til þess, að konan minntist sjaldnar og sjaldnar á hring- inn, og að lokum var hann varla nefnd- ur á nafn. Að vísu sneri bóndinn oft hr.ingnum á fingri sér og skoðaði hann. En hann varaðist að óska sér nokkurs. Svo liðu 30—40 ár. Bóndinn og kona hans voru orðin gömul og grá fyrir hær- um, en ennþá var óskin ónotuð. Þá auð- sýndi guð þeim þá miskunn að láta þau bæði deyja sömu nóttina. Börn þeirra og barnabörn stóðu grát- andi við kistur þeirra, en þegar eitt barnanna ætlaði að draga hr.inginn af fingri bóndans, sagði elzti sonurinn: „Við skulum láta hringinn fylgj a pabba í gröfina. Hann hafði miklar mætur á honum. Það er líklega minja- gripur. Mamma horfði líka oft á hring- inn. Hver veit nema hún hafi gefið hon- um hann á yngri árum.“ Svo var bóndinn grafinn með hring- inn, sem vera átti óskahringur, en var það ekki, en hafði samt svo mikið lán í för með sér sem nokkur getur óskað. Það er svona og svona að skera úr, hvað rétt er og hvað rangt, og lélegur hlutur í góðum höndum er miklu betri og meira virði en góður hlutur í vond- um höndum. TIL LESENDA Vorið liakkar ])eim útsölumönnuin. sem sent hafa greiðslu fyrir blaðið, og væntir þess, að hinir, sem eftir eru, geri skil sem fyrst. Þá óskar Vorið eft' ir mynilum af útsölumönnum til birt- ingar, ásamt upplýsingum um aldur og störf. Einstaklingar, sem fá Vorið beint frá afgreiðslunni, eru beðnir að greiða póstkröfur fyrir árganginum, ekki ef unnt að innheimta gjaldið á annan hátt. Þá eru þeir beðnir að tilkynna bústaða- skipti, og ef þeir fá ekki blaðið með skilum, svo að hægt verði að bæta úr því. VoriS, Akureyri. Óli kom inn í leiðabílinn, tók ofan hattinn og fékk sér sæti. — Nei, sjáið, sagði kerling, sem sat fyrir aftan hann, — ef ég væri eins sköllótt og þú, mundi ég ekki taka af mér hattinn. Óli sneri sér í sætinu og leit á kerlinguna. — Ef ég væri eins tannlaus og þú, þá hefði ég ekki opnað munninn til að segja þetta. 132 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.