Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 40
það var ekki góður hlátur, það líktist
meira urri.
— Eg er hérna, refapabbi, og nú ætla
ég að hafa ykkur til kvöldverðar, ef þú
getur ekki hindrað það með þessu vagn-
hlassi þínu af viti! sagði röddin, en út
úr runnanum rétt hjá þeim kom gult og
svartröndótt tígrisdýr.
Þetta var óhugnanlegt andartak fyrir
refapabba, og nú dugði ekki vagnhlass-
ið hans af viti. Hann varð orðlaus og
gat heldur ekkert gert. Helzt hefði hann
viljað flýja, en hann vissi, að það gagn-
aði ekki, því að tígrisdýrið mundi ná í
hann í tveim stökkum, þótt hann væri
fljótur að hlaupa. Þess vegna var hann
kyrr, en hann skalf af hræðslu. Vesa-
lings refapabbi!
Hann ætlaði ekki að trúa sínum eig-
in eyrum, þegar hann heyrði allt í einu
refamömmu ósköp rólega ávarpa tígris-
dýrið: — Frændi! sagði hún. -— En
hvað það var heppilegt að við skyldum
hitta yður! Það vill svo til, að við hjón-
in getum ekki orðið ásátt um svolítið,
en þér, frændi góður, sem eruð svo v.it-
ur, getið hjálpað okkur!
í þessu landi var það talin kurteisi
að segja frændi við þann, sem talað
var við, og tígrisdýrið var upp með
sér yfir að vera álitið viturt. Þess vegna
svaraði það með rómi, sem var eins og
þegar köttur.inn malar: — Lof mér að
heyra, svo skal ég svara — áður en ég
ét ykkur!
— Jæja, frændi, sagði refamamma.
— Við eigum fimm fallega yrðlinga.
Við getum ekki verið sammála um,
hverjir líkist manninum mínum og
hverjir þeirra líkist mér. Ef að þér, sem
eruð svo vitur, sjáið þá, getum við und-
.ir eins fengið skorið úr því. Viljið þér
gera okkur þann mikla heiður?
Tígrisdýrið hugsaði með sér: — Ég
get étið þennan heimska refapabba og
fávitru refamömmu og þar að auki náð
í fimm feita yrðlinga. Hann svaraði
mjög vingjarnlega: — Vísið mér leið-
ina til grenisins og sýnið mér ungana,
og ég skal dæma í málinu.
— Já, gjarnan, frændi, sagði refa-
mamma og lést ekki sjá, hvað hann hugs-
aði. Refahjónin gengu á undan, tígris-
dýrið læddist á eftir þeim og brátt voru
þau komin að greninu.
— Refapabbi, hagði hin hugrakka
refamamma. — Farðu inn og segðu
börnunum, að Tígur frændi sé kominn
og langi til að heiðra þau með nærveru
sinni.
— Flýttu þér!! urraði tígrisdýrið.
Það gerði refapabbi sannarlega! Hann
skaust niður í göngin og hvarf eins og
örskot, en refamamma sat og beið við
hlið.ina á tígrisdýrinu. Þau biðu mjög
lengi, en ekki bólaði á refapabba eða
fimm feitu yrðlingunum. Tígr.isdýrið
varð reiðara og reiðara. Hann langaði 1
matinn sinn og varð leiður á að bíða-
—■ Hvað varð af manninum þínunt
og yrðlingunum, urraði hann.
— Afsakaðu, hvað þetta dregst,
frændi, svaraði refamamma. — Ég held
að ég verð.i að fara og ná í þau.
— Segðu þeim að flýta sér, urraði
tígrisdýrið.
-— Já, frændi, sagði refamamma kurt-
eislega og smaug niður í refagöngiu-
Eftir andartak var hún horfin og tígr-
isdýrið sat eitt eftir.
134 VORIÐ