Vorið - 01.09.1966, Side 41
Tíminn leið og Tígur frænda fannst
hann lengi að líða. Það var kominn
háttatími, bráðum kæmi sólin í ljós, og
hann var hræðilega svangur. Eftir því
sem hann beið lengur, varð hann reið-
ari 0g reiðari við refamömmu, hvað hún
lét biða lengi eftir sér. Allt í einu heyrði
hann hávaða við grenisopið — smá
gelt, og svo sá hann litla, vitra höfuðið
a fefamömmu í göngunum. Skær augu
hennar horfðu á hann.
— Ó, afsakaðu, frændi, sagði hún.
~~ Það var óþarfi að við skyldum gera
þér þetta ónæði! Refapabbi er búinn að
homast að niðurstöðu! Hann segir, að
fallegu og vitru börnin hans líkist al-
gjörlega fallegu og vitru konunni hans.
"Afsakið, er hér númcr fjögur?"
Á ég ekki góðan og velviljaðan mann?
Tígrisdýrið svaraði reiðilega og
slengdi fætinum að holunni. En refa-
mamma var fljótari.
— Vertu sæll, frændi, sagði hún.
Skær augu hennar ljómuðu í dimm-
um göngunum. Hún fitjaði upp á nefið
og hló, svo hljóp hún inn í ganginn og
hvarf — í öryggi hjá refapabba og fimm
feitu ungunum langt niðri í holunni.
Fyrir tígrisdýrið var engin leið önnur
en fara heim að sofa — matarlaust.
Hér eftir sagði refapabbi alltaf. —
Ég á fallega og vitra konu og fimm fal-
leg börn, sem líkjast henni algjörlega!
Ég er hamingjusamur!
/. S. þýddi.
„Biddu aðeins. Hann er að taka ó hjó mér."
VORIÐ 135